Innlent

Herjólfur snéri við í síðustu ferðinni til Landeyjahafnar

MYND/Arnþór
Herjólfur snéri við fyrir utan Landeyjahöfn í síðustu ferð dagsins á sjöunda tímanum í gærkvöldi þar sem ófært var orðið inn í höfnina.

Vindhviður fóru upp í 25 metra á sekúndu og ölduhæðin nálgaðist þrjá metra. Betri líkur eru á ótrufluðum siglingum Herjólfs í dag því vind hefur lægt töluvert og ölduhæðin var komin niður undir tvo metra klukkan hálf sex í morogun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×