Innlent

Láta pólitík eiga sig í skólanum

Þorgils Jónsson skrifar
Karl og Vilhjálmur eru bekkjarbræður í lögfræðinni í HR og í framboði fyrir sinn flokkinn hvor í þingkosningum. Fréttablaðið/Vilhelm
Karl og Vilhjálmur eru bekkjarbræður í lögfræðinni í HR og í framboði fyrir sinn flokkinn hvor í þingkosningum. Fréttablaðið/Vilhelm
„Þetta er mjög óvenjulegt að tveir í svona litlum bekk eigi möguleika á að komast inn á þing hvor fyrir sinn flokkinn," segir Karl Garðarsson, laganemi við Háskólann í Reykjavík og frambjóðandi fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Hann og bekkjarfélagi hans, Vilhjálmur Árnason, sem er í fjórða sæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi, eru báðir á leið inn á þing ef marka má síðustu könnun Capacents. Þeir hafa verið saman í bekk í þrjú ár og útskrifast í vor.

„Það er oft skemmtileg umræða okkar á milli þar sem við sitjum hlið við hlið daglega. Á sama tíma og við vinnum saman að verkefnum erum við samkeppnisaðilar í pólitíkinni," segir Karl.

Hann segir þó ekki verið að keppa um hylli bekkjarfélaganna?

„Nei, við erum ekki að slást um atkvæði innan bekkjarins. Þetta verður þó eflaust skemmtileg kosningabarátta," segir Karl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×