Innlent

Ekki verið boðað til þingfundar í dag

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Mynd úr safni.
Þó að þinghald hafi átt að klárast síðasta föstudag hefur ekki verið boðað til þingfundar í dag.

„Það er vegna þess að forseti Alþingis er í samtölum við formenn flokkana um að reyna að ná samkomulagi um lok þinghaldsins," segir Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis.

„Það er bara þannig og það var ákveðið að gefa þessu smá frið. Það hlýtur síðan að skýrast einhvern tímann þegar líða fer á daginn hvernig framhaldið verður."

Enn eru um fjörutíu mál á dagskrá þingsins, þar á meðal stór mál á borð við stjórnarskrármálið og kvótamálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×