Innlent

Segir fjórflokkinn verja sitt

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar
Ásta Hafberg
Ásta Hafberg
Smærri framboðin vilja að stjórnmálaflokkarnir nái saman um að lækka það hámark sem stjórnmálaflokkarnir verja til auglýsinga fyrir kosningar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hafa flokkarnir ekki náð saman um slíkt þak.

Fulltrúar nokkurra framboða hittust, að ósk Samfylkingarinnar, fyrir rúmri viku. Þar var rætt um að setja þak á kostnaðinn, en slíkt hefur verið gert í síðustu þremur kosningum. Í alþingiskosningunum 2007 var þakið 28 milljónir króna á flokk, fjórtán milljónir í kosningum til Alþingis árið 2009 og ellefu milljónir í sveitarstjórnarkosningum árið 2010.

Ásta Hafberg, fulltrúi Dögunar, segir að fjórflokkurinn svokallaði, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Samfylking og Vinstri græn, hafi ekki mátt heyra á það minnst að lækka þakið. Atli Fannar Bjarkason, framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar, lagði til að það yrði lækkað niður í þrjár milljónir. Dögun studdi það en stakk upp á að hafa þakið 3,5 milljónir.

Ásta segir að svo virðist sem einhugur ríki um málið svo lengi sem það sé á forsendum stóru flokkanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×