Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Jón Þór Stefánsson skrifar 28. ágúst 2025 10:54 Maðurinn var fluttur á lögreglustöðina Hverfisgötu eftir handtökuna. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem er grunaður um stórfellda líkamsárás og rán í júní síðastliðnum hefur verið látinn afplána 120 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sem hann hlaut í fyrra. Maðurinn er sagður hafa bankað upp á hjá manni, ráðist á hann, og síðan elt hann þegar honum tókst að komast undan og beitt frekara ofbeldi. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem Landsréttur staðfesti í júnílok, en var birtur opinberlega nýlega. Árásin sem maðurinn er nú grunaður um er sögð hafa átt sér stað 23. júní síðastliðinn. Hann er grunaður um að hafa knúið dyra á heimili manns og veist að honum með ofbeldi. Hann hafi hrint manninum, kýlt hann ítrekað með krepptum hnefa, og slegið tvisvar í höfuðið með kertastjaka. Þá er hann sagður hafa tekið farsíma og strigaskó mannsins. Réðst aftur á manninn sem hljóp undan Þeim sem varð fyrir árásinni mun hafa tekist að standa á fætur og hlaupa úr íbúðinni. Árásarmaðurinn grunaði er þá sagður hafa hlaupið á eftir honum og tekist að fella hann með því að sparka í fæturna á honum. Þar á eftir er árásarmaðurinn sagður hafa kýlt manninn ítrekað. Í úrskurðinum er haft eftir vitni að hann hafi séð brotaþola, sem hafi verið blóðugur, koma hlaupandi út úr íbúð sinni og svo séð árásarmanninn ráðast á hann á grasbala fyrir framan húsið. Þar hafi árásarmaðurinn kýlt manninn ítrekað og stappað einu sinni á höfði hans meðan hann lá í jörðinni. Fram kemur að lögreglu hafi verið gert viðvart um málið. Skömmu síðar hafi hún komið auga á mann sem passaði við lýsinguna sem hún fékk á árásarmanninum og handtekið manninn sem nú er grunaður um að hafa framið hana. Hann var fluttur á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Grunaður um fleiri brot Umræddur maður er einnig grunaður um að hafa stolið borvél úr geymslu. Hann mun hafa viðurkennt að hafa farið inn í umrædda geymslu en vildi meina að hann hafi ekki stolið neinu þaðan. Þar að auki er hann grunaður um ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni með því að hrækja á lögreglumann sem handtók hann eftir meintan borvélastuld. Hann hlaut tvo fangelsisdóma í Héraðsdómi Reykjaness síðastliðið sumar. Með brotunum sem hann er nú grunaður um er maðurinn sagður hafa brotið gróflega almennt skilorð reynslulausnarinnar sem hann var á. Því hefur honum verið gert að afplána 120 daga eftirstöðvar refsingarinnar. Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem Landsréttur staðfesti í júnílok, en var birtur opinberlega nýlega. Árásin sem maðurinn er nú grunaður um er sögð hafa átt sér stað 23. júní síðastliðinn. Hann er grunaður um að hafa knúið dyra á heimili manns og veist að honum með ofbeldi. Hann hafi hrint manninum, kýlt hann ítrekað með krepptum hnefa, og slegið tvisvar í höfuðið með kertastjaka. Þá er hann sagður hafa tekið farsíma og strigaskó mannsins. Réðst aftur á manninn sem hljóp undan Þeim sem varð fyrir árásinni mun hafa tekist að standa á fætur og hlaupa úr íbúðinni. Árásarmaðurinn grunaði er þá sagður hafa hlaupið á eftir honum og tekist að fella hann með því að sparka í fæturna á honum. Þar á eftir er árásarmaðurinn sagður hafa kýlt manninn ítrekað. Í úrskurðinum er haft eftir vitni að hann hafi séð brotaþola, sem hafi verið blóðugur, koma hlaupandi út úr íbúð sinni og svo séð árásarmanninn ráðast á hann á grasbala fyrir framan húsið. Þar hafi árásarmaðurinn kýlt manninn ítrekað og stappað einu sinni á höfði hans meðan hann lá í jörðinni. Fram kemur að lögreglu hafi verið gert viðvart um málið. Skömmu síðar hafi hún komið auga á mann sem passaði við lýsinguna sem hún fékk á árásarmanninum og handtekið manninn sem nú er grunaður um að hafa framið hana. Hann var fluttur á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Grunaður um fleiri brot Umræddur maður er einnig grunaður um að hafa stolið borvél úr geymslu. Hann mun hafa viðurkennt að hafa farið inn í umrædda geymslu en vildi meina að hann hafi ekki stolið neinu þaðan. Þar að auki er hann grunaður um ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni með því að hrækja á lögreglumann sem handtók hann eftir meintan borvélastuld. Hann hlaut tvo fangelsisdóma í Héraðsdómi Reykjaness síðastliðið sumar. Með brotunum sem hann er nú grunaður um er maðurinn sagður hafa brotið gróflega almennt skilorð reynslulausnarinnar sem hann var á. Því hefur honum verið gert að afplána 120 daga eftirstöðvar refsingarinnar.
Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira