Innlent

Rannsaka ríkisaðstoð til Hörpu

Þorgils Jónsson skrifar
Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu ESA gengur opinbert framlag til Hörpu gegn EES-samningnum. Fréttablaðið/GVA
Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu ESA gengur opinbert framlag til Hörpu gegn EES-samningnum. Fréttablaðið/GVA
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur að fjármögnun á starfsemi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu í Reykjavík feli hugsanlega í sér ríkisaðstoð. Það gangi að nokkru leyti gegn ákvæðum EES-samningsins og hefur ESA því ákveðið að hefja formlega rannsókn.

Í tilkynningu frá ESA segir að málið hafi verið tekið upp vegna kvörtunar vegna opinbers stuðnings við ráðstefnuhalds í Hörpu. Ríkinu er heimilt að styrkja menningarstarfsemi en opinbert fé má ekki nýta til að niðurgreiða samkeppnisrekstur, til að mynda ráðstefnuhald.

Bráðabirgðaniðurstaða ESA er að ekki hafi verið sýnt fram á fjárhagslegan aðskilnað milli menningarstarfsemi og samkeppnisreksturs og því samrýmist núverandi fyrirkomulag á fjármögnun Hörpu ekki EES-samningnum.

Opinber útgáfa ákvörðunar ESA verður birt á vefsíðu stofnunarinnar, sennilega innan eins mánaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×