Lögreglumenn kvörtuðu undan þingmönnum Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. mars 2013 13:54 Verkefni lögreglunnar hafa mörg verið afar erfið undanfarin ár. Mynd/ Pjetur. Nokkrir þingmenn, sem studdu Búsáhaldabyltinguna, sáu sér leik á borði með því að rekast í lögreglumenn sem lágu örþreyttur á gólfum Alþingishússins á meðan mótmælin stóðu yfir í ársbyrjun 2009. Frá þessu greinir lögreglumaðurinn Þorvaldur Sigmarsson í nýútkominni bók sem ber titilinn Búsáhaldabyltingin. Í bókinni, sem Stefán Gunnar Sveinsson skrifar, er kafli þar sem andrúmsloftinu 20. janúar 2013 er lýst. Þar segir að lögreglan hafi þetta kvöld handtekið 22 manns fyrir utan þinghúsið. Eftir langa bið og margar ítrekanir hafi tekist að fá samþykki starfsmanna þingsins til þess að hleypa lögreglu inn í viðbyggingu Alþingis með fangana og þurfti íhlutun frá æðstu yfirstjórn lögreglunnar til að tryggja það. Fangarnir voru svo fluttir úr garði Alþingishússins og niður í bílageymslu Alþingishússins. Í ljósi ástandsins úti varð viðbygging Alþingishússins að skjóli þeirra lögreglumanna sem stóðu vaktina. Þeir mötuðust þar og hvíldust á millil vakta. Þegar mest mæddi á mátti sjá sofandi lögreglumenn um allt rýmið," segir bókarhöfundur. Þá segir hann að ekki hafi allir þingmenn kunnað að meta verndina og hafi greinilega ekki viljað að lögreglumenn væru þar innandyra. „Maður fór þarna inn að borða og við vorum þannig að við sofnuðum þegar við settumst niður í stigann eða á gólfinu eða hvar sem var. Flestir þingmenn, þeir bara brostu og löbbuðu yfir okkur og höfðu lágt, en aðrir sáu sér næstum því leik á borði að rekast í okkur. Þetta var svona viðmótið sem við fengum frá þeim," segir Þorvaldur Sigmarsson í viðtali við bókarhöfund. Geir Jón Þórisson, sem var yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu á þessum tíma, segir í samtali við Vísi að sér finnist bókin mjög góð. „Ég endurlifi tímana alveg við að lesa þetta," segir Geir Jón í samtali við Vísi Geir Jón segir að lögreglumenn hafi sagt sér að þingmenn hefðu látið þá finna fyrir því að þeir væru ekkert ánægðir með lögreglumenn þarna í þinghúsinu. Lögreglumenn hafi beinlínis fundið fyrir ónotum frá tilteknum þingmönnum „Þeir voru beinlínis sárir því það voru þingverðir og starfsmenn þingsins sem buðu lögreglumönnum að nota skálann eins og hann er kallaður," segir Geir Jón. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Nokkrir þingmenn, sem studdu Búsáhaldabyltinguna, sáu sér leik á borði með því að rekast í lögreglumenn sem lágu örþreyttur á gólfum Alþingishússins á meðan mótmælin stóðu yfir í ársbyrjun 2009. Frá þessu greinir lögreglumaðurinn Þorvaldur Sigmarsson í nýútkominni bók sem ber titilinn Búsáhaldabyltingin. Í bókinni, sem Stefán Gunnar Sveinsson skrifar, er kafli þar sem andrúmsloftinu 20. janúar 2013 er lýst. Þar segir að lögreglan hafi þetta kvöld handtekið 22 manns fyrir utan þinghúsið. Eftir langa bið og margar ítrekanir hafi tekist að fá samþykki starfsmanna þingsins til þess að hleypa lögreglu inn í viðbyggingu Alþingis með fangana og þurfti íhlutun frá æðstu yfirstjórn lögreglunnar til að tryggja það. Fangarnir voru svo fluttir úr garði Alþingishússins og niður í bílageymslu Alþingishússins. Í ljósi ástandsins úti varð viðbygging Alþingishússins að skjóli þeirra lögreglumanna sem stóðu vaktina. Þeir mötuðust þar og hvíldust á millil vakta. Þegar mest mæddi á mátti sjá sofandi lögreglumenn um allt rýmið," segir bókarhöfundur. Þá segir hann að ekki hafi allir þingmenn kunnað að meta verndina og hafi greinilega ekki viljað að lögreglumenn væru þar innandyra. „Maður fór þarna inn að borða og við vorum þannig að við sofnuðum þegar við settumst niður í stigann eða á gólfinu eða hvar sem var. Flestir þingmenn, þeir bara brostu og löbbuðu yfir okkur og höfðu lágt, en aðrir sáu sér næstum því leik á borði að rekast í okkur. Þetta var svona viðmótið sem við fengum frá þeim," segir Þorvaldur Sigmarsson í viðtali við bókarhöfund. Geir Jón Þórisson, sem var yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu á þessum tíma, segir í samtali við Vísi að sér finnist bókin mjög góð. „Ég endurlifi tímana alveg við að lesa þetta," segir Geir Jón í samtali við Vísi Geir Jón segir að lögreglumenn hafi sagt sér að þingmenn hefðu látið þá finna fyrir því að þeir væru ekkert ánægðir með lögreglumenn þarna í þinghúsinu. Lögreglumenn hafi beinlínis fundið fyrir ónotum frá tilteknum þingmönnum „Þeir voru beinlínis sárir því það voru þingverðir og starfsmenn þingsins sem buðu lögreglumönnum að nota skálann eins og hann er kallaður," segir Geir Jón.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira