Réðst á skólafélaga og fékk þá loks hjálp Hanna Ólafsdóttir skrifar 20. mars 2013 07:00 Kennari segir hegðunarvanda hafa aukist undanfarin ár en á sama tíma hafi fjármagn til skólanna verið skert. Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar beint. „Þetta er ofboðslega ljúfur og yndislegur drengur en skólakerfið hentar honum ekki eins og það er," segir Kristín Ósk Hlynsdóttir, móðir Kristófers, ellefu ára drengs sem er greindur með ofvirkni og athyglisbrest, mótþróaþrjóskuröskun og kvíðaröskun. Um fjórðungur allra grunnskólanema þarf á sérkennslu að halda. Í könnun Reykjavíkurborgar frá 2010 um sérkennslu í grunnskólum Reykjavíkur kom fram að alls fengu 26% nemenda í grunnskólum Reykjavíkur sérkennslu vorið 2010 en hlutfallið var 21% árið 2005. Um 74% af þessum nemendum fengu sérkennslu utan bekkjar. Hluti þeirra sem þurfa á sérúrræðum að halda eru nemendur sem eiga við alvarlega hegðunar- og tilfinningaörðugleika að stríða. Guðbjörg Ragnarsdóttir, varaformaður Félags grunnskólakennara, segir hegðunarvanda nemenda hafa aukist á undanförnum árum. Á sama tíma hafi fjármagn til skólanna verið skert. Kristín segir skólakerfið ekki vera í stakk búið til að sinna nemendum með mikinn hegðunarvanda. „Fyrstu skólaárin hans var alltaf verið að reyna að troða honum inn í ákveðið box sem allir hinir nemendurnir pössuðu inn í. Hann þarf stuðning þar sem unnið er með hans persónulegu þarfir. Það er búið að prófa háa lyfjaskammta en það virkar ekki neitt. Ég bara týndi barninu mínu." Oft hafa komið upp árekstrar á milli Kristófers og annarra barna en Kristín segir að kerfið hafi ekki tekið almennilega á vandanum fyrr en hann beitti skólafélaga alvarlegu ofbeldi í frímínútum síðastliðin jól og var fyrir vikið vísað tímabundið úr skóla. „Það þarf eitthvað alvarlegt að gerast til þess að kerfið vakni og bregðist við. Eftir það atvik komst fyrst skriður á okkar mál. Þá komumst við í samband við BUGL. Í kjölfarið var ákveðið að hann færi í Brúarskóla, sem er skóli fyrir krakka með alvarlegan geðrænan og tilfinningalegan vanda. Þar verður sérstaklega unnið með reiðistjórnun. Eins hefur verið mikill stuðningur að geta leitað til Sjónarhóls." Kristín segist kvíða framtíðinni og óttast hvað taki við þegar Kristófer fer aftur í almennan skóla en Brúarskóli er tímabundið úrræði. „Maður veit ekkert hvað tekur við." Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
„Þetta er ofboðslega ljúfur og yndislegur drengur en skólakerfið hentar honum ekki eins og það er," segir Kristín Ósk Hlynsdóttir, móðir Kristófers, ellefu ára drengs sem er greindur með ofvirkni og athyglisbrest, mótþróaþrjóskuröskun og kvíðaröskun. Um fjórðungur allra grunnskólanema þarf á sérkennslu að halda. Í könnun Reykjavíkurborgar frá 2010 um sérkennslu í grunnskólum Reykjavíkur kom fram að alls fengu 26% nemenda í grunnskólum Reykjavíkur sérkennslu vorið 2010 en hlutfallið var 21% árið 2005. Um 74% af þessum nemendum fengu sérkennslu utan bekkjar. Hluti þeirra sem þurfa á sérúrræðum að halda eru nemendur sem eiga við alvarlega hegðunar- og tilfinningaörðugleika að stríða. Guðbjörg Ragnarsdóttir, varaformaður Félags grunnskólakennara, segir hegðunarvanda nemenda hafa aukist á undanförnum árum. Á sama tíma hafi fjármagn til skólanna verið skert. Kristín segir skólakerfið ekki vera í stakk búið til að sinna nemendum með mikinn hegðunarvanda. „Fyrstu skólaárin hans var alltaf verið að reyna að troða honum inn í ákveðið box sem allir hinir nemendurnir pössuðu inn í. Hann þarf stuðning þar sem unnið er með hans persónulegu þarfir. Það er búið að prófa háa lyfjaskammta en það virkar ekki neitt. Ég bara týndi barninu mínu." Oft hafa komið upp árekstrar á milli Kristófers og annarra barna en Kristín segir að kerfið hafi ekki tekið almennilega á vandanum fyrr en hann beitti skólafélaga alvarlegu ofbeldi í frímínútum síðastliðin jól og var fyrir vikið vísað tímabundið úr skóla. „Það þarf eitthvað alvarlegt að gerast til þess að kerfið vakni og bregðist við. Eftir það atvik komst fyrst skriður á okkar mál. Þá komumst við í samband við BUGL. Í kjölfarið var ákveðið að hann færi í Brúarskóla, sem er skóli fyrir krakka með alvarlegan geðrænan og tilfinningalegan vanda. Þar verður sérstaklega unnið með reiðistjórnun. Eins hefur verið mikill stuðningur að geta leitað til Sjónarhóls." Kristín segist kvíða framtíðinni og óttast hvað taki við þegar Kristófer fer aftur í almennan skóla en Brúarskóli er tímabundið úrræði. „Maður veit ekkert hvað tekur við."
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira