Innlent

Góð loðnuveiði á Breiðafirði

All góð loðnuveiði var á Breiðafirði í gær úr svonefndri vestangöngu og er nú lítið orðið eftir óveitt af heildarkvótanum.

Nú er hinsvegar ekkert veiðiveður á miðunum og stormspá eitthvað fram í tímann, þannig að líklega munu sum skipanna, sem nú eru að landa, ekki fara í fleiri veiðiferðir.

Áður en vestangangan kom, voru horfur á að ekki næðist að veiða hátt í hundrað þúsund tonn af heildarkvótanum, þannig að segja má að gangan hafi bjargað vertíðinni. Vestanganga hefur ekki komið að landinu í mörg ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×