Innlent

Trúa ekki að neysla hrogna auki kyngetuna

Hrognavinnsla í Vestmannaeyjum.
Hrognavinnsla í Vestmannaeyjum. Mynd/ Óskar.
Það er rangt að Japanir telji að loðnuhrogn hafi fjörgandi áhrif á kynlíf. Þeir telja aftur á móti almennt að hrognin séu ljúffengur og heilnæmur matur. Þetta segir Katsjui Kawaharata, en hann er staddur hér á landi, ásamt hópi japanskra hrognakaupenda og hafa þeir meðal annars heimsótt Síldarvinnsluna í Neskaupstað. Heimsókn þeirra er meðal annars lýst á vef fyrirtækisins.

Þar kemur fram að Kawa er hagvanur á Íslandi og er þetta 27. loðnuvertíðin sem hann fylgist með á landinu. Kawa segist hafa mikinn áhuga á að heimsækja Ísland að sumri til en það hefur hann aldrei gert. Auk þess að fylgjast með hrognaframleiðslu í Neskaupstað hefur Kawa áður dvalið í Vestmannaeyjum, Grindavík, Sandgerði, Reykjavík, Helguvík, Seyðisfirði og Eskifirði í þeim tilgangi að fylgjast með loðnufrystingu og framleiðslu loðnuhrogna.

Á vef Síldarvinnslunnar segir að Japanir noti hrogn meðal annars við sushigerð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×