Innlent

Stórt snjóflóð á Flateyri

Gissur Sigurðsson skrifar
Flateyri.
Flateyri. Mynd/ Heiða.
Stórt snjóflóð féll úr skollahvilft ofan við Flateyri á fimmta tímanum í nótt og náði tunga úr því alveg niður á þjóðveg, en snjóflóðamannvirki ofan við bæinn virkuðu sem skyldi. Vegagerðin hreinsaði veginn í morgun en flóð kunna að hafa fallið víðar á Vestfjörðum í nótt. Það kemur hinsvegar ekki í ljós fyrr en veður lægir og hættir að skafa. Flóðið í nótt kom úr sama gili og hamfaraflóðið árið 1995, en var margfalt minna.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×