Innlent

Þingfundur boðaður í dag, 50 mál á dagskrá

Þingfundur hefur verið boðaður klukkan hálf ellefu og eru samtals fimmtíu mál á dagskrá.

Samkomulag er að öllum líkindum um fyrstu tólf málin, en þrettánda málið er stjórnarskrármálið, eða umræða um tillögu Árna Páls Árnasonar um tímabundið ákvæði um breytingu á stjórnarskrá.

Miðað við gang stjórnarskrármálsins að undanförnu og ummæli ýmissa stjórnmálaleiðtoga þar um í gær, má gera ráð fyrir að fleiri mál komist ekki á dagskrá. Í þeim hópi eru meðal annars lög um náttúruvernd, stjórn fiskveilða, stofnun hlutafélags um byggingu nýs Landsspítala, og um uppbyggingu innviða vegna atvinnustarfssemi í landi Bakka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×