Innlent

Litlu munaði að nokkrir bílar lentu í snjóflóði í Ólafsfjarðarmúla

Minnstu munaði að nokkrir bílar lentu í snjóflóði, sem féll á þjóðveginn um Ólafsfjarðarmúla, um klukkan hálf átta í gærkvöldi, og ók einn bíll inn í flóðið í þann mund sem það var að stöðvast. Hann festist og aðstoðuðu björgunarsveitarmenn við að losa hann.

Flóðið mældist 2,5 stig, sem þýðir að lífshættulegt er að lenda í slíku flóði, enda getur snjómagnið verið að minnsta kosti þúsund tonn. Vegurinn hefur verið lokaður síðan.

Talið er líklegt að fleiri flóð hafi fallið á Tröllaskaga, eða í Fjallabyggð í nótt, en það skýrist ekki fyrr en í birtingu.

Veðurstofan telur enn mikla snjóflóðahættu á svæðinu, en þó utan alfaraleiða og að byggðinni í Ólafsfirði og á Siglufirði sé ekki hætta búin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×