Innlent

Draga þarf úr sókn í laxveiðiár

Draga þarf úr sókn í laxveiðiánum vegna niðursveiflu í laxastofnunum í ánum, til þess að tryggja nægjanlega hrygningu og veiðiþol þeirra síðar, segir meðal annars í nýrri skýrslu Veiðimálastofnunar.

Ástæða sveiflunnar sé einkum að leita í auknum afföllum og litlum vexti laxa í sjó, sem væntanlega stafar af breytingum á fæðuframboði.

Fréttastofunni er ekki kunnugt um að nokkur staðar standi til að fækka stöngum, eða veiðidögum, en hinsvegar er í umræðunni að auka sleppingar, eða sleppa fleiri veiddum löxum en áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×