Innlent

Götur í borginni rykbundnar vegna svifryksmengunnar

Vegna mikillar svifryksmengunar í borginni í gær og horfum á áframhaldandi þurrki, greip borgin til þess ráðs að rykbinda götur með saltpækli og hófst aðgerðin klukkan þrjú í nótt.

Þá mældust yfir 270 mírógrömm af ryki í rúmmetra, eða fimmfalt yfir heilsuverndarmörkum, sem eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Bindingin bar þann árangur að um klukkan sex í morgun var mengunin fallin niður í 27 míkrógrömm.

Um páskana er svo stefnt að því að hefja almenna vorhreinsun á götum borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×