Innlent

Víða ófært eftir óveðrið í nótt

Óveður var víða á Vestfjörðum, Norðurlandi og Norðausturlandi í gærkvöldi og fram á nótt og eru vegir víða þungfærir eða alveg ófærir.

Björgunarsveit frá Hólmavík þurfti að aðstoða fólk í föstum bílum á Steingrímsfjarðarheiði í gærkvöldi og björgunarmenn frá Súðavík aðstoðaði fólk í bílum við Ísafjarðardjúp.

Veður í þessum landshlutum var víða farið að ganga niður undir morgun nema á Vestfjörðum, og snjómokstur er víða hafinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×