Innlent

Formanni Rafiðnaðarsambandsins vísað á dyr í Nóatúni

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Kristján segir það sérkennilegt að ekki sé heimilað að skoða verð í verslunum og reyna að upplýsa almenning um þróun verðlags.
Kristján segir það sérkennilegt að ekki sé heimilað að skoða verð í verslunum og reyna að upplýsa almenning um þróun verðlags.
„Við hjá Rafiðnaðarsambandinu vorum að aðstoða ASÍ í verðlagseftirlitinu og ég var staddur í Nóatúni ásamt öðrum að skrá niður vöruverð þegar starfsmaður kemur að mér og tilkynnir mér að ég megi það ekki og biður mig að fara út," segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.

Starfsmönnum Verðlagseftirlits ASÍ hefur ítrekað verið vísað frá verslunum að undanförnu, og verslanirnar Nóatún, Hagkaup, Kostur og Víðir vilja takmarka aðgengi neytenda að upplýsingum um vöruverð sitt, en svo segir í tilkynningu frá ASÍ frá 6. mars.

„Ég óskaði eftir að fá samband við verslunarstjóra en hann var ekki við á þessum tíma. Ég varð því við ósk starfsmannsins og yfirgaf búðina."

Kristján segir starfsmanninn hafa tekið það fram að þeim væri óheimilt að nýta þær upplýsingar sem þeir hefðu skráð hjá sér, en hann segist ekki vita hvort starfsmaðurinn hafi heimild til þess að banna þeim það.

„Það er svo sem spurning hversu langt þeir geta farið með það, en við ákváðum að láta ekkert á það reyna. Þetta var starfsmaður á gólfi sem fylgir bara skipunum að ofan. Hann sagði okkur að þetta væri skipun frá Kaupási, sem er eigandi Nóatúns, um að starfsmenn ASÍ mættu ekki gera verðkannanir í verslunum Kaupáss."

Kristján segir það sérkennilegt að ekki sé heimilað að skoða verð í verslunum og reyna að upplýsa almenning um þróun verðlags.

„Nú er þetta einmitt sá þáttur sem hefur hvað mest áhrif á verðbólgu og þar af leiðandi á skuldir heimilanna. Það er því ekkert óeðlilegt að fólk vilji fylgjast með því."

En telur Kristján verslanirnar hafa eitthvað að fela?

„Það er það sem maður veltir eðlilega fyrir sér. Hvað er það sem þeir vilja ekki sýna?"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×