Innlent

Fljótari að hækka

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Meðal þess sem fjallað er um á fundi á morgun er áhrif gengis á verðlag.
Meðal þess sem fjallað er um á fundi á morgun er áhrif gengis á verðlag. Fréttablaðið/GVA
Styrking krónunnar hefur í öllum tilfellum minni áhrif á verðlag en veiking hennar gerir til skamms tíma. Vörur hafa því fremur tilhneigingu til að hækka í verði en lækka.

Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Kára Joensen, lektors við Háskólann á Bifröst, á þróun gengis á verðlag. Kári kynnir niðurstöður sínar á fundinum „Verslun og velgengni" á Hótel Sögu í dag. Að fundinum standa Rannsóknasetur verslunarinnar í samstarfi við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, VR og SVÞ.

Í tilkynningu um fundinn eru niðurstöður Kára sagðar staðfesta fullyrðingar sem oft sé varpað fram um að viðbrögð fyrirtækja séu ólík eftir því hvort gengi styrkist eða veikist. Þá komi líka fram að slík hegðun sé ekki séríslenskt fyrirbæri.

Á fundinum fjalla fræðimenn um þátt verslunar í hagvexti, mikilvægi fræðslustarfs og fleiri hluti. Auk Kára eru með erindi Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknasetursins, Ágúst Einarsson, prófessor við Háskólann á Bifröst, og John Dawson, prófessor við Háskólann í Stirling og Edinborgarháskóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×