Innlent

Vefsíðan sem selur miða á þjóðhátíð hrundi undan álaginu

Vefsíðan Dalurinn.is hrundi undan álagi, eftir að forsala miða á þjóðhátíðina í Eyjum hófst í gærmorgun.

Allir sem höfðu greitt miða, fá þó staðfestingu á greiðslunum. Afsláttur er á miðum í forsölunni, en fullt miðaverð á þjóhátíðina er átján þúsund og níu hundruð krónur.

Fjórar stórsveitir munu koma fram á hátíðinni: Stuðmenn, Retro Stefson, Brimnes og Dans á rósum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×