Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Árni Sæberg skrifar 28. ágúst 2025 08:31 Helgi Magnús hefur mikla reynslu af því að sækja sakamál en vonast nú eftir því að fá að spreyta sig hinum megin við ganginn. Vísir/Arnar Helgi Magnús Gunnarsson, sem lét nýlega af embætti vararíkissaksóknara, hefur fengið lögmannsréttindin sín afhent á ný eftir að þau höfðu legið inni í 24 ár. Hann stefnir á sjálfstæðan rekstur sem lögmaður en mögulegar tekjur sem hann hefur af honum munu engin áhrif hafa á eftirlaun hans hjá ríkinu. Níu ár eru í að hann nái eftirlaunaaldri. Helgi Magnús lét af embætti vararíkissaksóknara í júní síðastliðnum en mál hans hafði þá verið til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu í tæpt ár, eftir að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fór fram á að hann yrði leystur frá embætti. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra afréð að bjóða honum embætti vararíkislögreglustjóra, embætti sem hefur ekki verið skipað í síðan árið 2010. Helgi Magnús afþakkaði það boð og lét í kjölfarið af embætti. Þar sem Helgi Magnús var æviráðinn embættismaður nýtur hann fullra eftirlauna vararíkissaksóknara, enda er svo mælt fyrir um í stjórnarskrá. Helgi Magnús er 61 árs á árinu og nýtur því fullra launa án vinnuframlags í níu ár. Grunnlaun vararíkissaksóknara eru 1,75 milljónir króna í ár. Réttindin lágu inni í 24 ár Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra sér um veitingu lögmannsréttinda og samkvæmt svari frá embættinu fékk Helgi Magnús slík réttindi afhent í fyrrdag. Ýmsum gæti þótt skjóta skökku við að maður sem flutt hefur ógrynni mála fyrir hönd ákæruvaldsins hafi ekki verið með málflutningsréttindi fyrr en í fyrradag. Það á sér þó eðlilega skýringu enda þurfa handhafar ákæruvaldsins ekki réttindi til þess að flytja mál fyrir dómstólum. Raunar mega starfslið ákæruvaldsins, dómstólanna, lögreglunnar og sýslumanna, ekki hafa virk lögmannsréttindi vegna hættu á hagsmunaárekstri. Þannig hefur Helgi Magnús þangað til nú skort hæfi til að vera með virk réttindi. Vísir sló á þráðinn hjá Helga Magnúsi til þess að falast eftir svörum um hvað hann ætli sér að gera við lögmannsréttindin. Hann kveðst stefna að því að verða sér úti um málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti til viðbótar við þau málflutningsréttindi hans sem legið hafa inni undanfarin 24 ár. Hann hafi enda ágæta reynslu á sviðinu eftir að hafa flutt hundruð mála fyrir Hæstarétti, Landsrétti, Endurupptökudóm, EFTA-dómstólnum og víðar. „Ég hafði hugsað mér, þegar ég verð búinn að hala þessu inn, að sjá hvort einhver sæi akk í reynslu minni og þekkingu og bjóða fram þjónustu mína.“ „Ég er ekki gamall maður“ Það muni hann gera í sjálfstæðum rekstri enda sé hann eldri en tvævetur í faginu og telji sig ekki þurfa að „byrja á byrjunarreit“ með því að ráða sig á lögmannsstofu. „Ég hef náttúrulega, að öllum öðrum ólöstuðum, gríðarlega reynslu af meðferð efnahagsbrota, hef verið að vinna í þessu lengur en flestir og þekki það inn og út, ákæruvaldið og lögregluna. Búinn að kynnast öllum trixum verjenda og sjá málin frá öllum hliðum. Þannig að ég tel mig búa yfir gífurlega verðmætri þekkingu sem geti nýst einhverjum og orðið til þess að stytta mér stundir. Ég er nú ekki gamall maður þannig að ég hef kannski ekki gott af því að sitja í sófanum allan daginn að lesa Moggann og Vísi.is. Þannig að ég hef hug á því að bjóða mig fram til ráðgjafastarfa eða í einstök verkefni, án þess að ég ætli að opna heila lögmannsstofu.“ Ætlar ekki að standa í hokri Mikið hefur verið rætt og skrifað um launamál Helga Magnúsar og ákvörðun dómsmálaráðherra um að leysa hann frá embætti en halda fullum eftirlaunum. Helgi Magnús segir ákvörðun hans um að hefja rekstur, með tilheyrandi tekjum, ekki munu hafa nein áhrif á greiðslur hans úr ríkissjóði. Eftirlaunin byggi á stjórnarskrárvörðum réttindum hans og ríflega þrjátíu ára gömlu fordæmi úr sambærilegu máli. „Það kannski hefur áhrif á það að ég ætla ekki að fara að standa í neinu hokri. Ef upp koma mál þar sem ég tel að kraftar mínir nýtist og eru mér samboðin að taka þátt í, þá ætla ég að vera tilbúinn til þess.“ Lögmennska Rekstur hins opinbera Kjaramál Tekjur Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Vistaskipti Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Sjá meira
Helgi Magnús lét af embætti vararíkissaksóknara í júní síðastliðnum en mál hans hafði þá verið til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu í tæpt ár, eftir að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fór fram á að hann yrði leystur frá embætti. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra afréð að bjóða honum embætti vararíkislögreglustjóra, embætti sem hefur ekki verið skipað í síðan árið 2010. Helgi Magnús afþakkaði það boð og lét í kjölfarið af embætti. Þar sem Helgi Magnús var æviráðinn embættismaður nýtur hann fullra eftirlauna vararíkissaksóknara, enda er svo mælt fyrir um í stjórnarskrá. Helgi Magnús er 61 árs á árinu og nýtur því fullra launa án vinnuframlags í níu ár. Grunnlaun vararíkissaksóknara eru 1,75 milljónir króna í ár. Réttindin lágu inni í 24 ár Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra sér um veitingu lögmannsréttinda og samkvæmt svari frá embættinu fékk Helgi Magnús slík réttindi afhent í fyrrdag. Ýmsum gæti þótt skjóta skökku við að maður sem flutt hefur ógrynni mála fyrir hönd ákæruvaldsins hafi ekki verið með málflutningsréttindi fyrr en í fyrradag. Það á sér þó eðlilega skýringu enda þurfa handhafar ákæruvaldsins ekki réttindi til þess að flytja mál fyrir dómstólum. Raunar mega starfslið ákæruvaldsins, dómstólanna, lögreglunnar og sýslumanna, ekki hafa virk lögmannsréttindi vegna hættu á hagsmunaárekstri. Þannig hefur Helgi Magnús þangað til nú skort hæfi til að vera með virk réttindi. Vísir sló á þráðinn hjá Helga Magnúsi til þess að falast eftir svörum um hvað hann ætli sér að gera við lögmannsréttindin. Hann kveðst stefna að því að verða sér úti um málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti til viðbótar við þau málflutningsréttindi hans sem legið hafa inni undanfarin 24 ár. Hann hafi enda ágæta reynslu á sviðinu eftir að hafa flutt hundruð mála fyrir Hæstarétti, Landsrétti, Endurupptökudóm, EFTA-dómstólnum og víðar. „Ég hafði hugsað mér, þegar ég verð búinn að hala þessu inn, að sjá hvort einhver sæi akk í reynslu minni og þekkingu og bjóða fram þjónustu mína.“ „Ég er ekki gamall maður“ Það muni hann gera í sjálfstæðum rekstri enda sé hann eldri en tvævetur í faginu og telji sig ekki þurfa að „byrja á byrjunarreit“ með því að ráða sig á lögmannsstofu. „Ég hef náttúrulega, að öllum öðrum ólöstuðum, gríðarlega reynslu af meðferð efnahagsbrota, hef verið að vinna í þessu lengur en flestir og þekki það inn og út, ákæruvaldið og lögregluna. Búinn að kynnast öllum trixum verjenda og sjá málin frá öllum hliðum. Þannig að ég tel mig búa yfir gífurlega verðmætri þekkingu sem geti nýst einhverjum og orðið til þess að stytta mér stundir. Ég er nú ekki gamall maður þannig að ég hef kannski ekki gott af því að sitja í sófanum allan daginn að lesa Moggann og Vísi.is. Þannig að ég hef hug á því að bjóða mig fram til ráðgjafastarfa eða í einstök verkefni, án þess að ég ætli að opna heila lögmannsstofu.“ Ætlar ekki að standa í hokri Mikið hefur verið rætt og skrifað um launamál Helga Magnúsar og ákvörðun dómsmálaráðherra um að leysa hann frá embætti en halda fullum eftirlaunum. Helgi Magnús segir ákvörðun hans um að hefja rekstur, með tilheyrandi tekjum, ekki munu hafa nein áhrif á greiðslur hans úr ríkissjóði. Eftirlaunin byggi á stjórnarskrárvörðum réttindum hans og ríflega þrjátíu ára gömlu fordæmi úr sambærilegu máli. „Það kannski hefur áhrif á það að ég ætla ekki að fara að standa í neinu hokri. Ef upp koma mál þar sem ég tel að kraftar mínir nýtist og eru mér samboðin að taka þátt í, þá ætla ég að vera tilbúinn til þess.“
Lögmennska Rekstur hins opinbera Kjaramál Tekjur Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Vistaskipti Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent