Innlent

Gríðarleg hækkun á mjólk

Kýr geta verið mikilvæg auðlind.
Kýr geta verið mikilvæg auðlind.
Gríðarleg hækkun varð á heimsmarkaðsverði mjólkurafurða á uppboði Global Dairy Trade, sem haldið var í gær, samkvæmt því sem greint er frá á heimasíðu Landssambands kúabænda. Mjólkurafurðir hækkuðu jafnaði um tæp 15 prósent frá síðasta uppboði fimmta mars síðastliðinn. Á því uppboði hækkaði verðið um tíu prósent þannig að verð á mjólkurafurðum er á hraðri uppleið á heimsmarkaði. Ein aðal ástæðan mun vera miklir þurrkar á Nýja Sjálandi. Þessi hækkun kemur sér vel fyrir íslenska kúabændur þar sem megnið af útflutningi mjólkurafurða héðan er á vormánuðum, þegar framleiðslan er mest.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×