Fullkomin óvissa um stjórnarskrána 20. mars 2013 12:00 Mynd/Vilhelm Fullkomin óvissa ríkir um það hvort nokkur breyting verður gerð á stjórnarskránni áður en alþingismenn yfirgefa þingið og halda í kosningabaráttu fyrir kosningarnar í næsta mánuði. Leiðtogar flokkanna reyna að ná samkomulagi og á meðan liggja allir fundir niðri á Alþingi Umræðum um stjórnarskrárfrumvarp formanna Samfylkingar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar, með breytingartillögum frá meirihluta stjórnlaganefndar Alþingis, var hætt um kvöldmatar leytið í gær, eftir að hafa staðið meira og minna í tvo daga. Þetta var gert til að ljúka mætti annarri umræðu um ýmis mál sem sæmileg samstaða ríkir um að klára fyrir þinglok, þannig að þau kæmust til þriðju og síðustu umræðu á Alþingi. Nokkrar vonir voru þá bundnar við að samkomulag gæti tekist um hvernig ljúka ætti stjórnarskrármálinu, en svo reyndist ekki vera. Greina mátti nokkurn samningsvilja hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í umræðum í gær, en Framsóknarmenn virðast vera algerlega þverir fyrir og leggjast gegn öllum breytingum á stjórnarskránni, hvort sem það er breytingarákvæðið sjálft, þannig að tryggja megi að Alþingi geti haldið málinu áfram á næsta kjörtímabili og gert breytingar á stjórnarskránni án þess að boða þá þegar til kosninga, eða ákvæði um auðlindir í þjóðareign. Það flækir svo málið enn frekar að Margrét Tryggvadóttir hefur lagt fram frumvarp um heildarendurskoðun á stjórnarskránni eins og það lítur út eftir afgreiðslu stjórnlaganefndar Alþingis, sem breytingartillögu við formannafrumvarpið. Það hefur verið gagnrýnt bæði af andstæðingum heildarendurskoðunar stjórnarskrárinnar sem og mörgum stuðningsmönnum, á þeim forsendum að þá væri verið að samþiggja nýja stjórnarskrá í formi breytingartillögu, án greinargerðar og lögskýringa. Margir stuðningsmenn heildarendurskoðunar hafa sagt að það sé ekki sæmandi svo mikilvægu máli en í þeim hópi eru t.d. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Björgvin G. Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnar. Þessi hnútur gæti því leitt til þess að engar breytingar verði gerðar á stjórnarskránni. Heimildir herma að margir Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn óttist atkvæðagreiðslu um breytingartillögu Margrétar, því hún geti hugsanlega leitt fram meirihluta fyrir heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar með þeim hætti sem að framan greinir. Þingflokkar stjórnarflokkanna koma saman til sameiginlegs fundar klukkan eitt og í framhaldinu skýrist hvort og þá hvenær leiðtogar allra flokka á Alþingi komi saman til fundar. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Fullkomin óvissa ríkir um það hvort nokkur breyting verður gerð á stjórnarskránni áður en alþingismenn yfirgefa þingið og halda í kosningabaráttu fyrir kosningarnar í næsta mánuði. Leiðtogar flokkanna reyna að ná samkomulagi og á meðan liggja allir fundir niðri á Alþingi Umræðum um stjórnarskrárfrumvarp formanna Samfylkingar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar, með breytingartillögum frá meirihluta stjórnlaganefndar Alþingis, var hætt um kvöldmatar leytið í gær, eftir að hafa staðið meira og minna í tvo daga. Þetta var gert til að ljúka mætti annarri umræðu um ýmis mál sem sæmileg samstaða ríkir um að klára fyrir þinglok, þannig að þau kæmust til þriðju og síðustu umræðu á Alþingi. Nokkrar vonir voru þá bundnar við að samkomulag gæti tekist um hvernig ljúka ætti stjórnarskrármálinu, en svo reyndist ekki vera. Greina mátti nokkurn samningsvilja hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í umræðum í gær, en Framsóknarmenn virðast vera algerlega þverir fyrir og leggjast gegn öllum breytingum á stjórnarskránni, hvort sem það er breytingarákvæðið sjálft, þannig að tryggja megi að Alþingi geti haldið málinu áfram á næsta kjörtímabili og gert breytingar á stjórnarskránni án þess að boða þá þegar til kosninga, eða ákvæði um auðlindir í þjóðareign. Það flækir svo málið enn frekar að Margrét Tryggvadóttir hefur lagt fram frumvarp um heildarendurskoðun á stjórnarskránni eins og það lítur út eftir afgreiðslu stjórnlaganefndar Alþingis, sem breytingartillögu við formannafrumvarpið. Það hefur verið gagnrýnt bæði af andstæðingum heildarendurskoðunar stjórnarskrárinnar sem og mörgum stuðningsmönnum, á þeim forsendum að þá væri verið að samþiggja nýja stjórnarskrá í formi breytingartillögu, án greinargerðar og lögskýringa. Margir stuðningsmenn heildarendurskoðunar hafa sagt að það sé ekki sæmandi svo mikilvægu máli en í þeim hópi eru t.d. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Björgvin G. Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnar. Þessi hnútur gæti því leitt til þess að engar breytingar verði gerðar á stjórnarskránni. Heimildir herma að margir Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn óttist atkvæðagreiðslu um breytingartillögu Margrétar, því hún geti hugsanlega leitt fram meirihluta fyrir heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar með þeim hætti sem að framan greinir. Þingflokkar stjórnarflokkanna koma saman til sameiginlegs fundar klukkan eitt og í framhaldinu skýrist hvort og þá hvenær leiðtogar allra flokka á Alþingi komi saman til fundar.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira