Innlent

Með réttarstöðu sakbornings í tveimur þáttum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Friðjón segist gera ráð fyrir því að í kjölfarið hafi verið fallið frá rannsókn málsins hvað Halldór varðar.
Friðjón segist gera ráð fyrir því að í kjölfarið hafi verið fallið frá rannsókn málsins hvað Halldór varðar. Samsett mynd.
Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var ekki meðal ákærðu í ákæru sérstaks saksóknara á hendur sex fyrrverandi starfsmönnum bankans sem greint var frá í gær.

Friðjón Örn Friðjónsson, lögmaður Halldórs, var spurður hvort einhver mál væru til rannsóknar sem tengdust skjólstæðingi hans.

„Nú er hægt að beina þessari spurningu til sérstaks saksóknara. Það liggur fyrir ákvörðun af þeirra hálfu. Hann var með réttarstöðu sakbornings í tveimur af þremur þáttum ákærunnar en þeir taka ákvörðun um að það sé ekki tilefni til að ákæra hann."

Friðjón segist gera ráð fyrir því að í kjölfarið hafi verið fallið frá rannsókn málsins hvað Halldór varðar.

Halldór var settur í farbann á tímabili án þess að komið hafi til ákæru. Mun hann stefna ríkinu vegna þess?

„Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það, en ég á ekki von á því."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×