Innlent

Þeir sem eiga erfitt með að ná endum saman eru óhamingjusamastir

Mynd úr safni
Mynd úr safni
Tekjur fólks skýra minna en eitt prósent af hamingju Íslendinga og þeir sem eru giftir eru að meðaltali hamingjusamari en ógiftir.

Þetta er á meðal þess sem kom fram í kynningu embættis landlæknis í dag. Tilefnið var hamingjudagurinn, sem haldinn var hátíðlegur í dag víðsvegar um heim.

Í niðurstöðum nýlegrar rannsóknar, sem Capacent framkvæmdi fyrir landlækni, segir að vera atvinnulaus hafi neikvæð tengsl við hamingju og að náin tengsl við aðra, hafa sterk jákvæð tengsl við hamingju. Og þeir sem eiga erfitt með að ná endum saman eru óhamingjusamastir.

Frá árinu 1990 hefur Ísland mælst með hamingjusömustu þjóðum í heimi. Meðalhamingja Íslendinga hefur verið um og yfir 8 á skalanum, 1- 10. Eftir bankahrunið lækkaði meðalhamingja Íslendinga lítillega og í október árið 2011 náðu mælingar sögulegu lágmarki, en þá mældist hamingjan 7,2. Í byrjun mars á þessu ári var hún 7,5.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×