Innlent

Áhugaljósmyndari ákærður

Málið gegn ljósmyndaranum verður þingfest á föstudag í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Málið gegn ljósmyndaranum verður þingfest á föstudag í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Búið er að gefa út ákæru á hendur manninum sem kallar sig „Eyþór áhugaljósmyndara". Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, er grunaður um fjölda kynferðisbrota gegn stúlkum.

Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar, en hann setti sig í samband við stúlkurnar á Facebook. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kom fram að stúlkurnar skiptu tugum.

Í úrskurðinum var hann meðal annars sagður hafa borgað þrettán ára stúlku fyrir að afklæðast fyrir framan vefmyndavél. Einnig er hann grunaður um að nauðga fimmtán ára stúlku og tæla hana til þess að sitja fyrir nakta.

Þinghald verður lokað og því fást ekki upplýsingar frá ríkissaksóknara um ákæruliðina eða hvað þeir eru margir.

Málið verður þingfest á föstudag í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Maðurinn komst í kynni við stúlkurnar á Facebook. Hér má sjá skjáskot af samskiptum mannsins við ungmenni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×