Innlent

Heitavatnslögn sprakk í fjölbýlishúsi í Reykjavík

Heitavatnslögn sprakk í eldhúsi íbúðar í fjölbýlishúsi við Álftamýri í Reykjavík á fjórða tímanum í nótt og fór heitt vatn að flæða út.

Svo vel vildi til að íbúarnir vöknuðu strax við þetta og kölluðu þegar á slökkviliðið. Slökkvililðsmenn stöðvuðu lekann og hreinsuðu vatn af gólfum, en talið er að tjónið sé ekki mikið vegna þess hversu fljótt var hægt að stöðva lekann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×