Fleiri fréttir Í Árneshreppi eru allir með gervitré „Héðan fara allir að minnsta kosti eina verslunarferð til Reykjavíkur,“ segir Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir, íbúi í Norðurfirði í Árneshreppi á Ströndum. Árneshreppur er ein einangraðasta sveit landsins, í það minnsta yfir vetrarmánuðina og það getur verið svolítið spennandi fyrir jólin. „Ef flugið klikkar núna rétt fyrir jólin þá fær fólk ekki rjóma og annan mjólkurmat um jólin,“ bætir hún við, en Edda, eins og hún er kölluð, sér um Kaupfélagið í Árneshreppi. 24.12.2011 06:00 Engir vagnar aka á jóladag Strætó mun skerða þjónustu yfir hátíðarnar. Ekið verður eins og á laugardegi til klukkan 14 í dag, þegar vagnarnir hætta akstri. Enginn akstur verður á jóladag og á annan í jólum verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun, að því er fram kemur á vef Reykjavíkurborgar. Akstur verður með hefðbundnum hætti milli jóla og nýárs.- bj 24.12.2011 05:00 Gera fyrirvara um breytt skipulag Perlu Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur undirritað viljayfirlýsingu við félag sem hefur hug á að festa kaup á Perlunni. OR skuldbindur sig til að eiga ekki viðræður við aðra á gildistíma yfirlýsingarinnar, en hún rennur út 31. mars 2012. 24.12.2011 05:00 Allir sjómenn heima um jólin Allir sjómenn á íslenska fiskiskipaflotanum verða heima um jólin. Síðustu skipin voru að tínast til hafnar seint í gær. Nokkur erlend flutninga- og fiskiskip voru innan íslenska leitar- og björgunarsvæðisins í gær. 24.12.2011 03:15 Bilun í hýsingarkerfi Nýherja - ætti að lagast um miðnætti Bilun, sem varð í hýsingarumhverfi Nýherja í dag, varð þess valdandi að starfsemi viðskiptavina var ekki með eðlilegum hætti. Meðal annars lágu vefir og bókunarkerfi Icelandair niðri. Þá hefur vefþjónusta Flugfélags Íslands, Sjúkratrygginga Íslands og fleiri viðskiptavina orðið fyrir truflunum. 23.12.2011 23:12 Aftansöngur í Grafarvogskirkju í beinni á Stöð2 og Vísi á morgun Búist er við því að tugþúsundir manna sæki helgihald yfir jólahátíðina. Á milli sex og sjö hundruð helgistundir verða á vegum þjóðkirkjunnar um allt land um jól og áramót, auk þess sem messur verða á sjúkrahúsum, dvalarheimilum og víðar. 23.12.2011 21:00 Herjólfur siglir ekki á morgun Ferðir Herjólfs milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar á morgun, aðfangadag, hafa verið felldar niður. Þetta er gert í samræmi við viðvörun Veðurstofu Íslands og þá veðurspá sem liggur fyrir. Gert er ráð fyrir stormi á landinu og því ekkert ferðaveður. 23.12.2011 22:02 Stríð á Laugavegi Kaupmenn á laugaveginum eru mjög ósáttir með lokun götunnar á stærsta verslunardegi ársins. Þeir segja borgina hafa eyðilagt þorláksmessu og ákváðu að taka völdin í sínar hendur. 23.12.2011 20:45 Þrjátíu árekstrar í dag Yfir þrjátíu árekstrar urðu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Tíu bílar voru fluttir á brott með kranabíl. Þá voru einnig tíu af þessum þrjátíu árekstrar á bílastæði. Samkvæmt upplýsingum frá árekstri.is voru engin slys á fólki. 23.12.2011 19:27 Friðarganga á Laugavegi Klukkan sex lagði hin árlega friðarganga af stað frá Hlemmi. Þetta er í þrítugasta og annað skipti sem gengið er niður á Ingólfstorg þar sem ræður verða fluttar auk þess sem Hamrahlíðarkórinn syngur nokkur lög. 23.12.2011 19:11 Ofsaveður á aðfangadag Flug- og skipfarþegar hafa flýtt ferðum sínum í dag vegna ofsaveðurs sem spáð er á morgun, aðfangadag. Þá gæti sjókoma komið í veg fyrir að einhverjir landsmenn komist í messu á morgun. 23.12.2011 18:30 Jólagæsir á vappi í miðbænum Á Þorláksmessu má alltaf sjá margt fólk arka um miðbæinn í von um að finna síðustu gjafirnar áður en klukkurnar hringja jólin inn. Verslunarmenn brosa margir af sömu kæti og börnin en aðrir virðast ramba um með langan tossalista í ótta um að ekki takist að strika yfir allt í tæka tíð. 23.12.2011 17:40 Þyrlan sótti tvo menn eftir bílslys Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í dag tvo slasaða menn sem slösuðust eftir bílslys sem varð rétt við Jökulsárlón á Breiðamerkusambandi rétt fyrir hádegi í dag. Þyrlan fór í loftið klukkan 12:14 og hélt áleiðis til móts við sjúkrabíl sem kom á móti þyrlunni. Þyrlan lenti svo með mennina tvo á Landspítalanum í Fossvogi nú síðdegis. Ekki er vitað um líðan mannanna. 23.12.2011 17:32 Segir harm íbúa Norður-Kóreu vera sviðsettann Starfsmaður alþjóðlegra hjálparsamtaka í Norður-Kóreu greindi frá því í dag að hinn mikli harmur sem íbúar landsins hefðu lýst á dögunum eftir andlát Kim Jong-Il hafi eflaust verið sviðsettur. Allt frá því að tilkynning um andlát leiðtogans barst í tilfinningaþrungri sjónvarpsútsendingu hafa myndir borist af harmislegnum íbúum Norður-Kóreu. 23.12.2011 15:56 Verslanir opnar til ellefu í kvöld Þorláksmessa er nú gengin í garð og munu eflaust margir nýta hana til síðustu jólagjafainnkaupanna. Flestallar verslanir á landinu eru opnar til klukkan 23 í kvöld og má þar nefna Kringluna, Smáralind, Glerártorg á Akureyri og allar verslanir á Laugaveginum. 23.12.2011 11:30 Þjóðin að rétta úr kútnum Kaupmenn telja þjóðina vera að rétta úr kútnum og það skili sér í jólaversluninni í ár. Raftæki eru vinsæl fyrir jólin en sala á fötum er nokkuð minni en í fyrra. 23.12.2011 19:15 Tónleikar Bubba í beinni á Bylgjunni í kvöld Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens verða í beinni útsendingu á Bylgjunni klukkan 22 í kvöld. Tónlistarkonan Elín Ey hitar upp fyrir Bubba. 23.12.2011 17:56 Eldri borgarar vilja viðræður vegna ákvörðunar Kjararáðs Landsamband eldri borgara óska eftir nýjum viðræðum við stjórnvöld í ljósi þess Kjararáð hefur ákveðið að draga til baka launalækkanir þeirra sem heyra undir Kjararáð, en það eru meðal annars þingmenn og ráðherrar. Laun þeirra lækkuðu um 7,5 til 15 prósent 1. janúar 2009. 23.12.2011 16:15 Almannavarnir vara við óveðri á aðfangadag Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra vill vekja athygli á tilkynningu frá Veðurstofu Íslands vegna slæmrar veðurspár fyrir allt land á aðfangadag jóla og einnig hárri sjávarstöðu næstu daga. 23.12.2011 15:29 Míla býður heiminum að fylgjast með á gamlárskvöldi Tæknifyrirtækið Míla mun bjóða heiminum að fylgjast með því þegar Reykvíkingar skjóta flugeldum upp á gamlárskvöldi í gegnum vefmyndavél þeirra. 23.12.2011 15:09 Dæmdur fyrir líkamsárás Karlmaður var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára í Héraðsdómi Suðurlands í dag fyrir líkamsárás. 23.12.2011 14:40 Ákvörðun um Vaðlaheiðargöng dregst Formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga óttast að ákvörðun um gangagerðina frestist um einn mánuð enn hið minnsta og segir vont að halda verktökum áfram í óvissu. Tilboð í verkið voru opnuð þann 11. október í haust og áttu ÍAV og Marti lægsta boð upp á 8,9 milljarða króna, sem var 95% af kostnaðaráætlun. 23.12.2011 13:56 BSRB vilja líka draga launalækkanir til baka BSRB telur þá ákvörðun kjararáðs að draga til baka launalækkanir hjá ráðherrum, þingmönnum og embættismönnum einnig hljóta að vera fordæmisgefandi fyrir félagsmenn BSRB. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birtist á heimasíðu BSRB. 23.12.2011 13:48 Lauk stúdentsprófinu komin á níræðisaldur Guðrún Ísleifsdóttir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð í vikunni, 81 árs að aldri. Leiðir bókmenntaklúbb og stefnir á háskólanám í íslensku og bókmenntum. Segir að samskiptin við samnemendurna hafi gengið vel.. 23.12.2011 12:30 Dópaður með barn í bílnum Karl á þrítugsaldri var stöðvaður við akstur á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld. Hann var undir áhrifum fíkniefna samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 23.12.2011 12:13 Fylgdist með syrgjandi foreldrum Áfall og streita getur haft áhrif á þróun krabbameina samkvæmt nýrri rannsókn. Þá getur áfallið af krabbameinsgreiningu aukið hættu á hjarta og æðasjúkdómum. 23.12.2011 12:09 Veðurstofan varar við vondu veðri á aðfangadag Veðurstofa Íslands vekur athygli á að spáð er slæmu veðri um allt land á aðfangadag jóla. 23.12.2011 11:29 Hverabrauð vekur eftirtekt „Ég hef ekki lengur tölu á öllum þeim sem hafa komið á árinu, myndað og fengið að smakka,“ segir Bjarki Hilmarsson, matreiðslumaður á Hótel Geysi í Haukadal, sem hefur á árinu tekið á móti fjölda erlendra kvikmyndagerðarmanna komna til að mynda gerð hverabrauðs. 23.12.2011 11:00 Laugavegi og Skólavörðustíg breytt í göngugötur Laugavegur neðan Barónsstígs og Skólavörðustígur neðan Bergstaðastrætis verða göngugötur á Þorláksmessu en þá verða verslanir opnar til kl. 23.00. 23.12.2011 10:54 Fjölmiðlar sem refsivöndur dómsvaldsins ekki gott samspil "Í fræðunum er til nokkuð sem heitir ólögmæltar refsilækkanir og hækkanir, og þetta gæti klárlega fallið undir það,“ segir Brynjar Níelsson, formaður lögmannafélags Íslands, um kröfu verjanda Baldurs Guðlaugssonar, sem heldur því fram í greingerð sinni til Hæstaréttar, að fjölmiðlaumfjöllun um mál Baldurs hafi verið svo óvægin að hún ætti að vera metin til refsilækkunar. 23.12.2011 10:42 Herjólfur siglir til Þorlákshafnar Vegna mjög óhagstæðar ölduspár fyrir Landeyjahöfn næstu daga mun Herjólfur sigla til Þorlákshafnar næstu daga. 23.12.2011 10:03 Tækjabúnaði stolið af Blátt áfram „Það sem mér finnst óhugnanlegast er að lögreglan segir að þeir muni væntanlega koma hingað aftur,“ segir Sigríður Björnsdóttir, verkefnisstjóri samtakanna Blátt áfram, um innbrotsþjóf eða -þjófa sem létu greipar sópa um nýtt húsnæði samtakanna aðfaranótt þriðjudags. 23.12.2011 10:00 Þrjú umferðarslys í morgun vegna hálkunnar í borginni Sjúkraflutningamenn hafa þurft að fara í minnsta kosti þrjú útköll í morgun en í höfuðborginni er nú mjög mikil hálka. Bílvelta varð á Grensásvegi nú á tíunda tímanum og jeppa var ekið á staur við Ánanaust. 23.12.2011 09:59 Hótel Borg tvöfaldar herbergisfjölda sinn Eigendur Hótel Borgar óska nú eftir breytingum á deiliskipulagi svo tvöfalda megi fjölda herbergja hótelsins í fimm hæða nýbyggingu austan við húsið. Með breytingunni yrðu herbergin 99. Hundrað herbergi þykir hentug rekstrareining. 23.12.2011 09:45 Heilsustofnun óttast erfðabreytta ræktun Forsvarsmenn Heilsustofnunarinnar í Hveragerði óttast að ræktun erfðabreytts byggs í næsta nágrenni geri áratuga uppbyggingarstarf að engu. Ímynd fyrirtækisins sé í hættu. Í rökum fyrir ræktunarleyfi er engin hætta talin á mengun. 23.12.2011 09:30 SAMLEIK mótmælir hækkun á leikskólagjöldum Samtök foreldra barna í leikskólum Kópavogs, SAMLEIK, mótmæla 7% hækkun á gjaldskrá leikskólanna, sem bæjaryfirvöld ákváðu nýlega og tekur gildi hinn 1. janúar 2012. 23.12.2011 09:26 Skötuveislur alltaf jafn vinsælar „Skötusalan er alltaf stöðug. En ég held að veitingahúsin komi sterk inn í ár þar sem Þorláksmessan kemur núna upp á föstudegi. Dagarnir skipta alltaf máli,“ segir Geir Vilhjálmsson, annar eigandi fiskbúðarinnar Hafbergs í Reykjavík. Um þrjú og hálft tonn af skötu seljast í búðinni fyrir Þorláksmessu. 23.12.2011 09:15 Fleiri keyra eftir einn og fleiri Nokkru fleiri ökumenn töldu það ásættanlegt á síðasta ári að aka eftir að hafa fengið sér neðan í því en árin áður. 23.12.2011 09:00 Tuttugu þúsund eintök prentuð af þremur titlum Velta vegna bókasölu eykst í ár eftir að hafa minnkað frá árinu 2007 og er annað stærsta útgáfuár sögunnar. Þrjár bækur hafa verið prentaðar í yfir tuttugu þúsund eintökum, þar af ein þýdd bók, sem er einstakt. 23.12.2011 08:30 Strax orðinn "framúrskarandi leiðtogi“ Eftir aðeins fáeina daga í embætti hefur Kim Jong Un þegar verið útnefndur "hinn framúrskarandi leiðtogi" Raunar er talið að hinn ungi sonur Kim Jon Il sem tók við leiðtogaembættinu við lát föður síns á dögunum, muni deila völdunum með hópi háttsettra embættismanna og hershöfðingja. 23.12.2011 08:25 Aðeins tveir togarar á sjó Aðeins tveir togarar eru á sjó á Íslandsmiðum, en á góðum degi eru allt upp í 900 skip og bátar á sjó við landið. Sjómenn fara óvenju snemma í jólafrí um þessi jól, en það stafar af því að óveður er, eða slæm spá á flestum eða öllum miðum við landið. Starfsmenn á vaktstöð siglinga segja að engu sé líkara en skjáirnir séu bilaðir, því þeir eru auðir fyrir utan togarana tvo, sem báðir eru á landleið. 23.12.2011 08:22 Varað við hálku í borginni Töluvert snjóaði á Austurlandi í gærkvöldi og um tíma ráðlagði lögregla ökumönnum að vera ekki á ferð að nauðsynjalausu. Þar er sumstaðar þæfings færð. Undir morgun fór líka að snjóa suðvestanlands og er nú hálka á öllum helstu leiðum og á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla varar við hálku í umferðinni. 23.12.2011 08:20 Eyddu sprengisýru fyrir Sorpu Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar barst nýlega beiðni frá Sorpu um eyðingu á pikrik-sýru, en ein af fimm flöskum undan efninu hafði gefið sig og sýran kristallast í efnakari frá rannsóknastofu. Þetta er í þriðja sinn á árinu sem sprengjusveitin eyðir slíku efni. 23.12.2011 08:00 Átök í Álftamýri Einn var fluttur á slysadeild Landsspítalans til aðhlynningar, eftir átök í heimahúsi við Álftamýri í Reykjavík í nótt. Hann var ekki alvarlega meiddur. Unglingur átti hlut að máli og voru barnaverndaryfirvöld kölluð til. Fíkniefni fundust á tveimur einstaklingum í borginni í nótt, tvö umferðaróhöpp urðu án þess að neinn meiddist og brotist var inn í atvinnuhúsnæði við Skútuvog og talsverðar skemmdir unnar. 23.12.2011 07:54 Ekki mælt með upphafskvóta Lítið mældist af loðnu í leiðangri Hafrannsóknastofnunar sem lauk 10. desember. Var fjöldi ungloðnu svipaður og í lélegu árunum frá 2004 til 2009 og aðeins tíu prósent sem mældist haustið 2010. Ekki er unnt að mæla með upphafsaflamarki í loðnu fyrir haustið 2012 á grunni fyrirliggjandi gagna, að mati Hafró. 23.12.2011 07:00 Sjá næstu 50 fréttir
Í Árneshreppi eru allir með gervitré „Héðan fara allir að minnsta kosti eina verslunarferð til Reykjavíkur,“ segir Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir, íbúi í Norðurfirði í Árneshreppi á Ströndum. Árneshreppur er ein einangraðasta sveit landsins, í það minnsta yfir vetrarmánuðina og það getur verið svolítið spennandi fyrir jólin. „Ef flugið klikkar núna rétt fyrir jólin þá fær fólk ekki rjóma og annan mjólkurmat um jólin,“ bætir hún við, en Edda, eins og hún er kölluð, sér um Kaupfélagið í Árneshreppi. 24.12.2011 06:00
Engir vagnar aka á jóladag Strætó mun skerða þjónustu yfir hátíðarnar. Ekið verður eins og á laugardegi til klukkan 14 í dag, þegar vagnarnir hætta akstri. Enginn akstur verður á jóladag og á annan í jólum verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun, að því er fram kemur á vef Reykjavíkurborgar. Akstur verður með hefðbundnum hætti milli jóla og nýárs.- bj 24.12.2011 05:00
Gera fyrirvara um breytt skipulag Perlu Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur undirritað viljayfirlýsingu við félag sem hefur hug á að festa kaup á Perlunni. OR skuldbindur sig til að eiga ekki viðræður við aðra á gildistíma yfirlýsingarinnar, en hún rennur út 31. mars 2012. 24.12.2011 05:00
Allir sjómenn heima um jólin Allir sjómenn á íslenska fiskiskipaflotanum verða heima um jólin. Síðustu skipin voru að tínast til hafnar seint í gær. Nokkur erlend flutninga- og fiskiskip voru innan íslenska leitar- og björgunarsvæðisins í gær. 24.12.2011 03:15
Bilun í hýsingarkerfi Nýherja - ætti að lagast um miðnætti Bilun, sem varð í hýsingarumhverfi Nýherja í dag, varð þess valdandi að starfsemi viðskiptavina var ekki með eðlilegum hætti. Meðal annars lágu vefir og bókunarkerfi Icelandair niðri. Þá hefur vefþjónusta Flugfélags Íslands, Sjúkratrygginga Íslands og fleiri viðskiptavina orðið fyrir truflunum. 23.12.2011 23:12
Aftansöngur í Grafarvogskirkju í beinni á Stöð2 og Vísi á morgun Búist er við því að tugþúsundir manna sæki helgihald yfir jólahátíðina. Á milli sex og sjö hundruð helgistundir verða á vegum þjóðkirkjunnar um allt land um jól og áramót, auk þess sem messur verða á sjúkrahúsum, dvalarheimilum og víðar. 23.12.2011 21:00
Herjólfur siglir ekki á morgun Ferðir Herjólfs milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar á morgun, aðfangadag, hafa verið felldar niður. Þetta er gert í samræmi við viðvörun Veðurstofu Íslands og þá veðurspá sem liggur fyrir. Gert er ráð fyrir stormi á landinu og því ekkert ferðaveður. 23.12.2011 22:02
Stríð á Laugavegi Kaupmenn á laugaveginum eru mjög ósáttir með lokun götunnar á stærsta verslunardegi ársins. Þeir segja borgina hafa eyðilagt þorláksmessu og ákváðu að taka völdin í sínar hendur. 23.12.2011 20:45
Þrjátíu árekstrar í dag Yfir þrjátíu árekstrar urðu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Tíu bílar voru fluttir á brott með kranabíl. Þá voru einnig tíu af þessum þrjátíu árekstrar á bílastæði. Samkvæmt upplýsingum frá árekstri.is voru engin slys á fólki. 23.12.2011 19:27
Friðarganga á Laugavegi Klukkan sex lagði hin árlega friðarganga af stað frá Hlemmi. Þetta er í þrítugasta og annað skipti sem gengið er niður á Ingólfstorg þar sem ræður verða fluttar auk þess sem Hamrahlíðarkórinn syngur nokkur lög. 23.12.2011 19:11
Ofsaveður á aðfangadag Flug- og skipfarþegar hafa flýtt ferðum sínum í dag vegna ofsaveðurs sem spáð er á morgun, aðfangadag. Þá gæti sjókoma komið í veg fyrir að einhverjir landsmenn komist í messu á morgun. 23.12.2011 18:30
Jólagæsir á vappi í miðbænum Á Þorláksmessu má alltaf sjá margt fólk arka um miðbæinn í von um að finna síðustu gjafirnar áður en klukkurnar hringja jólin inn. Verslunarmenn brosa margir af sömu kæti og börnin en aðrir virðast ramba um með langan tossalista í ótta um að ekki takist að strika yfir allt í tæka tíð. 23.12.2011 17:40
Þyrlan sótti tvo menn eftir bílslys Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í dag tvo slasaða menn sem slösuðust eftir bílslys sem varð rétt við Jökulsárlón á Breiðamerkusambandi rétt fyrir hádegi í dag. Þyrlan fór í loftið klukkan 12:14 og hélt áleiðis til móts við sjúkrabíl sem kom á móti þyrlunni. Þyrlan lenti svo með mennina tvo á Landspítalanum í Fossvogi nú síðdegis. Ekki er vitað um líðan mannanna. 23.12.2011 17:32
Segir harm íbúa Norður-Kóreu vera sviðsettann Starfsmaður alþjóðlegra hjálparsamtaka í Norður-Kóreu greindi frá því í dag að hinn mikli harmur sem íbúar landsins hefðu lýst á dögunum eftir andlát Kim Jong-Il hafi eflaust verið sviðsettur. Allt frá því að tilkynning um andlát leiðtogans barst í tilfinningaþrungri sjónvarpsútsendingu hafa myndir borist af harmislegnum íbúum Norður-Kóreu. 23.12.2011 15:56
Verslanir opnar til ellefu í kvöld Þorláksmessa er nú gengin í garð og munu eflaust margir nýta hana til síðustu jólagjafainnkaupanna. Flestallar verslanir á landinu eru opnar til klukkan 23 í kvöld og má þar nefna Kringluna, Smáralind, Glerártorg á Akureyri og allar verslanir á Laugaveginum. 23.12.2011 11:30
Þjóðin að rétta úr kútnum Kaupmenn telja þjóðina vera að rétta úr kútnum og það skili sér í jólaversluninni í ár. Raftæki eru vinsæl fyrir jólin en sala á fötum er nokkuð minni en í fyrra. 23.12.2011 19:15
Tónleikar Bubba í beinni á Bylgjunni í kvöld Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens verða í beinni útsendingu á Bylgjunni klukkan 22 í kvöld. Tónlistarkonan Elín Ey hitar upp fyrir Bubba. 23.12.2011 17:56
Eldri borgarar vilja viðræður vegna ákvörðunar Kjararáðs Landsamband eldri borgara óska eftir nýjum viðræðum við stjórnvöld í ljósi þess Kjararáð hefur ákveðið að draga til baka launalækkanir þeirra sem heyra undir Kjararáð, en það eru meðal annars þingmenn og ráðherrar. Laun þeirra lækkuðu um 7,5 til 15 prósent 1. janúar 2009. 23.12.2011 16:15
Almannavarnir vara við óveðri á aðfangadag Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra vill vekja athygli á tilkynningu frá Veðurstofu Íslands vegna slæmrar veðurspár fyrir allt land á aðfangadag jóla og einnig hárri sjávarstöðu næstu daga. 23.12.2011 15:29
Míla býður heiminum að fylgjast með á gamlárskvöldi Tæknifyrirtækið Míla mun bjóða heiminum að fylgjast með því þegar Reykvíkingar skjóta flugeldum upp á gamlárskvöldi í gegnum vefmyndavél þeirra. 23.12.2011 15:09
Dæmdur fyrir líkamsárás Karlmaður var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára í Héraðsdómi Suðurlands í dag fyrir líkamsárás. 23.12.2011 14:40
Ákvörðun um Vaðlaheiðargöng dregst Formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga óttast að ákvörðun um gangagerðina frestist um einn mánuð enn hið minnsta og segir vont að halda verktökum áfram í óvissu. Tilboð í verkið voru opnuð þann 11. október í haust og áttu ÍAV og Marti lægsta boð upp á 8,9 milljarða króna, sem var 95% af kostnaðaráætlun. 23.12.2011 13:56
BSRB vilja líka draga launalækkanir til baka BSRB telur þá ákvörðun kjararáðs að draga til baka launalækkanir hjá ráðherrum, þingmönnum og embættismönnum einnig hljóta að vera fordæmisgefandi fyrir félagsmenn BSRB. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birtist á heimasíðu BSRB. 23.12.2011 13:48
Lauk stúdentsprófinu komin á níræðisaldur Guðrún Ísleifsdóttir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð í vikunni, 81 árs að aldri. Leiðir bókmenntaklúbb og stefnir á háskólanám í íslensku og bókmenntum. Segir að samskiptin við samnemendurna hafi gengið vel.. 23.12.2011 12:30
Dópaður með barn í bílnum Karl á þrítugsaldri var stöðvaður við akstur á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld. Hann var undir áhrifum fíkniefna samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 23.12.2011 12:13
Fylgdist með syrgjandi foreldrum Áfall og streita getur haft áhrif á þróun krabbameina samkvæmt nýrri rannsókn. Þá getur áfallið af krabbameinsgreiningu aukið hættu á hjarta og æðasjúkdómum. 23.12.2011 12:09
Veðurstofan varar við vondu veðri á aðfangadag Veðurstofa Íslands vekur athygli á að spáð er slæmu veðri um allt land á aðfangadag jóla. 23.12.2011 11:29
Hverabrauð vekur eftirtekt „Ég hef ekki lengur tölu á öllum þeim sem hafa komið á árinu, myndað og fengið að smakka,“ segir Bjarki Hilmarsson, matreiðslumaður á Hótel Geysi í Haukadal, sem hefur á árinu tekið á móti fjölda erlendra kvikmyndagerðarmanna komna til að mynda gerð hverabrauðs. 23.12.2011 11:00
Laugavegi og Skólavörðustíg breytt í göngugötur Laugavegur neðan Barónsstígs og Skólavörðustígur neðan Bergstaðastrætis verða göngugötur á Þorláksmessu en þá verða verslanir opnar til kl. 23.00. 23.12.2011 10:54
Fjölmiðlar sem refsivöndur dómsvaldsins ekki gott samspil "Í fræðunum er til nokkuð sem heitir ólögmæltar refsilækkanir og hækkanir, og þetta gæti klárlega fallið undir það,“ segir Brynjar Níelsson, formaður lögmannafélags Íslands, um kröfu verjanda Baldurs Guðlaugssonar, sem heldur því fram í greingerð sinni til Hæstaréttar, að fjölmiðlaumfjöllun um mál Baldurs hafi verið svo óvægin að hún ætti að vera metin til refsilækkunar. 23.12.2011 10:42
Herjólfur siglir til Þorlákshafnar Vegna mjög óhagstæðar ölduspár fyrir Landeyjahöfn næstu daga mun Herjólfur sigla til Þorlákshafnar næstu daga. 23.12.2011 10:03
Tækjabúnaði stolið af Blátt áfram „Það sem mér finnst óhugnanlegast er að lögreglan segir að þeir muni væntanlega koma hingað aftur,“ segir Sigríður Björnsdóttir, verkefnisstjóri samtakanna Blátt áfram, um innbrotsþjóf eða -þjófa sem létu greipar sópa um nýtt húsnæði samtakanna aðfaranótt þriðjudags. 23.12.2011 10:00
Þrjú umferðarslys í morgun vegna hálkunnar í borginni Sjúkraflutningamenn hafa þurft að fara í minnsta kosti þrjú útköll í morgun en í höfuðborginni er nú mjög mikil hálka. Bílvelta varð á Grensásvegi nú á tíunda tímanum og jeppa var ekið á staur við Ánanaust. 23.12.2011 09:59
Hótel Borg tvöfaldar herbergisfjölda sinn Eigendur Hótel Borgar óska nú eftir breytingum á deiliskipulagi svo tvöfalda megi fjölda herbergja hótelsins í fimm hæða nýbyggingu austan við húsið. Með breytingunni yrðu herbergin 99. Hundrað herbergi þykir hentug rekstrareining. 23.12.2011 09:45
Heilsustofnun óttast erfðabreytta ræktun Forsvarsmenn Heilsustofnunarinnar í Hveragerði óttast að ræktun erfðabreytts byggs í næsta nágrenni geri áratuga uppbyggingarstarf að engu. Ímynd fyrirtækisins sé í hættu. Í rökum fyrir ræktunarleyfi er engin hætta talin á mengun. 23.12.2011 09:30
SAMLEIK mótmælir hækkun á leikskólagjöldum Samtök foreldra barna í leikskólum Kópavogs, SAMLEIK, mótmæla 7% hækkun á gjaldskrá leikskólanna, sem bæjaryfirvöld ákváðu nýlega og tekur gildi hinn 1. janúar 2012. 23.12.2011 09:26
Skötuveislur alltaf jafn vinsælar „Skötusalan er alltaf stöðug. En ég held að veitingahúsin komi sterk inn í ár þar sem Þorláksmessan kemur núna upp á föstudegi. Dagarnir skipta alltaf máli,“ segir Geir Vilhjálmsson, annar eigandi fiskbúðarinnar Hafbergs í Reykjavík. Um þrjú og hálft tonn af skötu seljast í búðinni fyrir Þorláksmessu. 23.12.2011 09:15
Fleiri keyra eftir einn og fleiri Nokkru fleiri ökumenn töldu það ásættanlegt á síðasta ári að aka eftir að hafa fengið sér neðan í því en árin áður. 23.12.2011 09:00
Tuttugu þúsund eintök prentuð af þremur titlum Velta vegna bókasölu eykst í ár eftir að hafa minnkað frá árinu 2007 og er annað stærsta útgáfuár sögunnar. Þrjár bækur hafa verið prentaðar í yfir tuttugu þúsund eintökum, þar af ein þýdd bók, sem er einstakt. 23.12.2011 08:30
Strax orðinn "framúrskarandi leiðtogi“ Eftir aðeins fáeina daga í embætti hefur Kim Jong Un þegar verið útnefndur "hinn framúrskarandi leiðtogi" Raunar er talið að hinn ungi sonur Kim Jon Il sem tók við leiðtogaembættinu við lát föður síns á dögunum, muni deila völdunum með hópi háttsettra embættismanna og hershöfðingja. 23.12.2011 08:25
Aðeins tveir togarar á sjó Aðeins tveir togarar eru á sjó á Íslandsmiðum, en á góðum degi eru allt upp í 900 skip og bátar á sjó við landið. Sjómenn fara óvenju snemma í jólafrí um þessi jól, en það stafar af því að óveður er, eða slæm spá á flestum eða öllum miðum við landið. Starfsmenn á vaktstöð siglinga segja að engu sé líkara en skjáirnir séu bilaðir, því þeir eru auðir fyrir utan togarana tvo, sem báðir eru á landleið. 23.12.2011 08:22
Varað við hálku í borginni Töluvert snjóaði á Austurlandi í gærkvöldi og um tíma ráðlagði lögregla ökumönnum að vera ekki á ferð að nauðsynjalausu. Þar er sumstaðar þæfings færð. Undir morgun fór líka að snjóa suðvestanlands og er nú hálka á öllum helstu leiðum og á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla varar við hálku í umferðinni. 23.12.2011 08:20
Eyddu sprengisýru fyrir Sorpu Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar barst nýlega beiðni frá Sorpu um eyðingu á pikrik-sýru, en ein af fimm flöskum undan efninu hafði gefið sig og sýran kristallast í efnakari frá rannsóknastofu. Þetta er í þriðja sinn á árinu sem sprengjusveitin eyðir slíku efni. 23.12.2011 08:00
Átök í Álftamýri Einn var fluttur á slysadeild Landsspítalans til aðhlynningar, eftir átök í heimahúsi við Álftamýri í Reykjavík í nótt. Hann var ekki alvarlega meiddur. Unglingur átti hlut að máli og voru barnaverndaryfirvöld kölluð til. Fíkniefni fundust á tveimur einstaklingum í borginni í nótt, tvö umferðaróhöpp urðu án þess að neinn meiddist og brotist var inn í atvinnuhúsnæði við Skútuvog og talsverðar skemmdir unnar. 23.12.2011 07:54
Ekki mælt með upphafskvóta Lítið mældist af loðnu í leiðangri Hafrannsóknastofnunar sem lauk 10. desember. Var fjöldi ungloðnu svipaður og í lélegu árunum frá 2004 til 2009 og aðeins tíu prósent sem mældist haustið 2010. Ekki er unnt að mæla með upphafsaflamarki í loðnu fyrir haustið 2012 á grunni fyrirliggjandi gagna, að mati Hafró. 23.12.2011 07:00