Innlent

Stríð á Laugavegi

Kaupmenn á laugaveginum eru mjög ósáttir með lokun götunnar á stærsta verslunardegi ársins. Þeir segja borgina hafa eyðilagt þorláksmessu og ákváðu að taka völdin í sínar hendur.

Það var heldur tómlegt um að litast á Laugaveginum þegar fréttastofu bar að garði um hálf þrjú í dag. Götunni var lokað fyrir bílaumferð á hádegi og voru kaupmenn ekki allir sáttir við það.

Til dæmis Gilbert úrsmiður sem ofbauð að lokum og ákvað að opna götuna upp á sitt einsdæmi.

„Að loka götunni núna er algjör óþarfi, ég myndi segja að það væri í lagi þegar friðargangan kemur í kvöld. Þetta á að vera besti dagur ársins hjá manni," segir Gilbert Ó. Guðjónsson, úrsmiður.

„Mér fannst þetta bara betra eins og þetta var að þá var henni lokað klukkan sex og ég er ansi hrædd um það að þetta hafi einhver áhrif og svo finnst mér líka ekki nógu gott að það séu ekki þessi góðu bílastæði sem eru hérna," segir Guðrún Axelsdóttir, hjá Bernharði Laxdal.

Og um leið og gatan var opnuð fylltist hún jafnóðum af bílum og bílastæðin voru fljót að fyllast og efast kaupmennirnir ekki um að tapið hafi verið þónokkuð í morgun vegna lítillrar umferðar.

Nánar er hægt að sjá fjörið á Laugavegi í meðfylgjandi myndskeiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×