Innlent

Verslanir opnar til ellefu í kvöld

Þorláksmessa er nú gengin í garð og munu eflaust margir nýta hana til síðustu jólagjafainnkaupanna. Flestallar verslanir á landinu eru opnar til klukkan 23 í kvöld og má þar nefna Kringluna, Smáralind, Glerártorg á Akureyri og allar verslanir á Laugaveginum.

Fólk þarf ekki að láta veðrið stoppa sig í dag þar sem spáin er nokkuð mild fram eftir degi um landið allt. Þó tekur að hvessa á Suðurlandi þegar líða tekur á Þorláksmessukvöld. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×