Lauk stúdentsprófinu komin á níræðisaldur 23. desember 2011 12:30 Nýstúdent Guðrún Ísleifsdóttir lauk í vikunni stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð. Hún stefnir að háskólanámi.Fréttablaðið/Valli Guðrún Ísleifsdóttir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð í vikunni, 81 árs að aldri. Leiðir bókmenntaklúbb og stefnir á háskólanám í íslensku og bókmenntum. Segir að samskiptin við samnemendurna hafi gengið vel. Merkileg tímamót voru hjá Guðrúnu Ísleifsdóttur á miðvikudag þegar hún lauk stúdentsprófi af félagsfræðideild Menntaskólans í Hamrahlíð (MH). Guðrún er af annarri kynslóð en flestir samnemendur hennar þar sem hún er 81 árs gömul. Hún hyggur á Háskólanám. „Ég vann mjög lengi í Reykjavíkurapóteki þar sem samstarfsfólk mitt var margt hvert vel menntað. Ég var að vinna með lyfjafræðingum og fleirum sem voru yfir mig settir þannig að ég hugsaði með mér að ég þyrfti nú að fara að læra líka,“ segir Guðrún og hlær. Í samtali við Fréttablaðið sagðist hún hafa hafið námið þegar hún settist í helgan stein 67 ára gömul. „Þetta tók nú nokkuð langan tíma hjá mér en ég er búin að vera að dúlla mér við þetta síðan.“ Guðrún fékk fyrir nokkru undanþágu hjá Háskóla Íslands til að hefja nám við guðfræðideild skólans án stúdentsprófs, en þegar hún hugðist skipta um námsbraut var slíkt ekki í boði. „Mig langaði til að fara í íslensku eða eitthvað í sambandi við bókmenntir, en fékk ekki undanþágu þar, svo það var ekkert annað í málinu en að drífa stúdentsprófið af.“ Guðrún segist því hafa haft samband við MH og fengið góða aðstoð frá námsráðgjöfunum þar við að skipuleggja námslokin. „Þau voru svo góð að taka við mér,“ segir hún og brosir. En hvernig var að vera í skóla með krökkum sem geta auðveldlega verið barnabörn hennar? „Fyrsta daginn horfðu þau svolítið á mig, en svo ekki meir. Það veltur líka svolítið á manni sjálfum hversu maður venst því að umgangast ungt fólk. Við útskriftina reyndi ég líka að vera svolítið ungleg til að það yrði ekki svo áberandi mikill munur, og ég held að það hafi bara tekist vel hjá mér, og ég hafi ekki vakið neina sérstaka athygli,“ segir hún og hlær. Varðandi hvað taki næst við, sagðist Guðrún altjént ekki á leið í útskrifaferð með samstúdentum sínum. „Ég vinn mikið með Félagi eldri borgara í Grafarvogi, þar sem ég leiði bókmenntaklúbb. Þar fáum við stundum ungskáld. Svo ætla ég að taka nokkra bókmenntaáfanga í háskólanum og segja það svo gott, nema maður taki einhverja rispu þar, ég veit ekki hvernig það fer.“thorgils@frettabladid.is Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Guðrún Ísleifsdóttir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð í vikunni, 81 árs að aldri. Leiðir bókmenntaklúbb og stefnir á háskólanám í íslensku og bókmenntum. Segir að samskiptin við samnemendurna hafi gengið vel. Merkileg tímamót voru hjá Guðrúnu Ísleifsdóttur á miðvikudag þegar hún lauk stúdentsprófi af félagsfræðideild Menntaskólans í Hamrahlíð (MH). Guðrún er af annarri kynslóð en flestir samnemendur hennar þar sem hún er 81 árs gömul. Hún hyggur á Háskólanám. „Ég vann mjög lengi í Reykjavíkurapóteki þar sem samstarfsfólk mitt var margt hvert vel menntað. Ég var að vinna með lyfjafræðingum og fleirum sem voru yfir mig settir þannig að ég hugsaði með mér að ég þyrfti nú að fara að læra líka,“ segir Guðrún og hlær. Í samtali við Fréttablaðið sagðist hún hafa hafið námið þegar hún settist í helgan stein 67 ára gömul. „Þetta tók nú nokkuð langan tíma hjá mér en ég er búin að vera að dúlla mér við þetta síðan.“ Guðrún fékk fyrir nokkru undanþágu hjá Háskóla Íslands til að hefja nám við guðfræðideild skólans án stúdentsprófs, en þegar hún hugðist skipta um námsbraut var slíkt ekki í boði. „Mig langaði til að fara í íslensku eða eitthvað í sambandi við bókmenntir, en fékk ekki undanþágu þar, svo það var ekkert annað í málinu en að drífa stúdentsprófið af.“ Guðrún segist því hafa haft samband við MH og fengið góða aðstoð frá námsráðgjöfunum þar við að skipuleggja námslokin. „Þau voru svo góð að taka við mér,“ segir hún og brosir. En hvernig var að vera í skóla með krökkum sem geta auðveldlega verið barnabörn hennar? „Fyrsta daginn horfðu þau svolítið á mig, en svo ekki meir. Það veltur líka svolítið á manni sjálfum hversu maður venst því að umgangast ungt fólk. Við útskriftina reyndi ég líka að vera svolítið ungleg til að það yrði ekki svo áberandi mikill munur, og ég held að það hafi bara tekist vel hjá mér, og ég hafi ekki vakið neina sérstaka athygli,“ segir hún og hlær. Varðandi hvað taki næst við, sagðist Guðrún altjént ekki á leið í útskrifaferð með samstúdentum sínum. „Ég vinn mikið með Félagi eldri borgara í Grafarvogi, þar sem ég leiði bókmenntaklúbb. Þar fáum við stundum ungskáld. Svo ætla ég að taka nokkra bókmenntaáfanga í háskólanum og segja það svo gott, nema maður taki einhverja rispu þar, ég veit ekki hvernig það fer.“thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira