Innlent

Bilun í hýsingarkerfi Nýherja - ætti að lagast um miðnætti

Bilun, sem varð í hýsingarumhverfi Nýherja í dag, varð þess valdandi að starfsemi viðskiptavina var ekki með eðlilegum hætti. Meðal annars lágu vefir og bókunarkerfi Icelandair niðri. Þá hefur vefþjónusta Flugfélags Íslands, Sjúkratrygginga Íslands og fleiri viðskiptavina orðið fyrir truflunum. Bilunarinnar varð fyrst vart seinni partinn í dag. Tekist hefur að einangra vandann og er vonast til þess að viðgerð verði lokið upp úr miðnætti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×