Innlent

Míla býður heiminum að fylgjast með á gamlárskvöldi

Gamlárskvöld getur verið nokkuð tilkomumikið. Sérstaklega í augum útlendinga.
Gamlárskvöld getur verið nokkuð tilkomumikið. Sérstaklega í augum útlendinga.
Tæknifyrirtækið Míla mun bjóða heiminum að fylgjast með því þegar Reykvíkingar skjóta flugeldum upp á gamlárskvöldi í gegnum vefmyndavél þeirra.

Þannig hefur útlenska vefsíðan Web Wire sagt frá því að útlendingar geti nú horft á þessa mikilfenglegu flugeldasýningu, sem sumir fullyrða að sé sú tilkomumesta í heiminum.

Þá eru eflaust margir Íslendingar, sem ekki eiga heimangengt um áramótin, þakklátir að fá brotabrot af íslenska gamlárskvöldinu í gegnum veraldarvefinn.

Vefmyndavél Mílu á Jökulsárlóni hefur svo verið valin ein af 25 merkilegustu vefmyndavélunum 2011 af EarthCam.

Þetta er í 13.skipti sem þessi listi er gefinn út og eru sigurvegarar valdir úr þúsundum tilnefninga. Þeir sem eru tilnefndir eru dæmdir eftir gæðum mynda, sérstöðu og alhliða tæknilegri getu.

Hér er hlekkur á vefmyndavél Mílu, þar sem hægt verður að fylgjast með flugeldunum þegar þeim verður skotið á loft.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×