Innlent

Herjólfur siglir ekki á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ferðir Herjólfs milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar á morgun, aðfangadag, hafa verið felldar niður. Þetta er gert í samræmi við viðvörun Veðurstofu Íslands og þá veðurspá sem liggur fyrir. Gert er ráð fyrir stormi á landinu og því ekkert ferðaveður.

Starfsmenn Herjólfs höfðu í dag samband við alla þá farþega sem áttu bókað far með skipinu á aðfangadag. Flestir höfðu þegar gert ráðstafanir í ljósi veðurspár og voru þeir sem eftir voru aðstoðaðir við flutning í aðrar ferðir Herjólfs í dag án kostnaðar. Engin farþegi á því pantað far með skipinu á morgun, aðfangadag. Engin ferð verður á jóladag en gert er ráð fyrir því að Herjólfir sigli skv. áætlun fyrir Þorlákshöfn á annan dag jóla.

Farþegar eru vinsamlega beðnir að fylgjast með fréttum á herjolfur.is, facebook síðu Herjólfs og síðu 415 í Textavarpi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×