Innlent

Skötuveislur alltaf jafn vinsælar

Starfsfólk fiskbúðarinnar Hafbergs hafði í nógu að snúast í gær við að afgreiða skötu fyrir veislur dagsins.
Starfsfólk fiskbúðarinnar Hafbergs hafði í nógu að snúast í gær við að afgreiða skötu fyrir veislur dagsins. fréttablaðið/anton
„Skötusalan er alltaf stöðug. En ég held að veitingahúsin komi sterk inn í ár þar sem Þorláksmessan kemur núna upp á föstudegi. Dagarnir skipta alltaf máli,“ segir Geir Vilhjálmsson, annar eigandi fiskbúðarinnar Hafbergs í Reykjavík. Um þrjú og hálft tonn af skötu seljast í búðinni fyrir Þorláksmessu.

Geir segir ekki miklar sveiflur í magni af skötu sem seld er í búðinni á milli ára. „Við erum alltaf að selja nánast sama magnið. Það er enn verið að kaupa skötu í stórum stíl,“ segir hann. „Fjölskyldur halda áfram að hittast, láta alla smakka skötuna og hafa veisluna fyrir gott mannamót.“

Geir segir það færast í aukana að fólk sé með opið hús á Þorláksmessu og bjóði gestum og gangandi inn í skötuveislu.

„Þorlákur er búinn að breytast. Hann er að verða meiri stemningardagur.“

- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×