Innlent

Allir sjómenn heima um jólin

Sjómenn, allir sem einn, halda jól með fjölskyldum sínum þetta árið .fréttablaðið/óskar
Sjómenn, allir sem einn, halda jól með fjölskyldum sínum þetta árið .fréttablaðið/óskar
Allir sjómenn á íslenska fiskiskipaflotanum verða heima um jólin. Síðustu skipin voru að tínast til hafnar seint í gær. Nokkur erlend flutninga- og fiskiskip voru innan íslenska leitar- og björgunarsvæðisins í gær.

Búist er við afleitu veðri á öllum miðum, sem getur skýrt að íslenskir sjómenn verða í landi.

Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar verða þó á vaktinni sem endranær um hátíðarnar og verða til taks ef óskað verður eftir aðstoð frá Gæslunni, en í viðtali við Fréttablaðið fengust þær upplýsingar að sjaldan ef nokkurn tímann hefði verið jafn lítil umferð skipa um íslensku lögsöguna eins og um þessi jól.

- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×