Innlent

Laugavegi og Skólavörðustíg breytt í göngugötur

Þorláksmessa er mesti verslunardagur ársins.
Þorláksmessa er mesti verslunardagur ársins.
Laugavegur neðan Barónsstígs og Skólavörðustígur neðan Bergstaðastrætis verða göngugötur á Þorláksmessu en þá verða verslanir opnar til kl. 23.00.

Mikið verður um að vera á götum borgarinnar og víða tónlistaruppákomur.

Þannig munu tenórarnir þrír troða upp á svölunum við Jólabæinn á Ingólfstorgi kl. 21.00 en jólamarkaður verður opinn á torginu til kl. 23.00.

Bílahúsin verða opin til kl. 24.00 en líka er tilvalið að taka strætó í bæinn á þessum mesta verslunardegi ársins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×