Innlent

Segir harm íbúa Norður-Kóreu vera sviðsettann

Íbúar Pyongyang votta Kim Jong-Il virðingu sína.
Íbúar Pyongyang votta Kim Jong-Il virðingu sína. mynd/AP
Starfsmaður alþjóðlegra hjálparsamtaka í Norður-Kóreu greindi frá því í dag að hinn mikli harmur sem íbúar landsins hefðu lýst á dögunum eftir andlát Kim Jong-Il hafi eflaust verið sviðsettur. Allt frá því að tilkynning um andlát leiðtogans barst í tilfinningaþrungri sjónvarpsútsendingu hafa myndir borist af harmislegnum íbúum Norður-Kóreu.

Í viðtali við franska fréttamiðilinn AFP sagði hjálparstarfsmaðurinn að hann hefði sjálfur orðið vitni að því þegar íbúar Norður-Kóreu hefðu verið beðnir um að gera sér upp sorg þegar faðir fallna leiðtogans lést árið 1994.

Hann sagði að hermenn hefðu neytt íbúa Pyongyang til að votta forsetanum virðingu og að um 10.000 manns hafi beðið fyrir utan höllina þar sem líka hans var haft á viðhafnarbörum. Mikill fjöldi kvikmyndatökumanna voru á staðnum til að mynda sorg íbúanna.

Kim Jong-Il verður borinn til grafar í næstu viku. Ekki er vitað til þess að erlendir leiðtogar verði viðstaddir en það hefur þó verið staðfest að japanski töframaðurinn Tenko muni koma til Pyongyang til að votta virðingu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×