Innlent

Friðarganga á Laugavegi

Klukkan sex lagði hin árlega friðarganga af stað frá Hlemmi. Þetta er í þrítugasta og annað skipti sem gengið er niður á Ingólfstorg þar sem ræður verða fluttar auk þess sem Hamrahlíðarkórinn syngur nokkur lög.

Gangan er farin til að minna á málstað og rök friðarsinna sem skipta jafn miklu máli nú og fyrir þrjátíu árum. Stöðugt berast fregnir af ofbeldisverkum þjóða á milli og innan samfélaga svo sem í Afganistan, Pakistan, Sýrlandi, Írak og Sómalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×