Innlent

Aðeins tveir togarar á sjó

Aðeins tveir togarar eru á sjó á Íslandsmiðum, en á góðum degi eru allt upp í 900 skip og bátar á sjó við landið. Sjómenn fara óvenju snemma í jólafrí um þessi jól, en það stafar af því að óveður er, eða slæm spá á flestum eða öllum miðum við landið. Starfsmenn á vaktstöð siglinga segja að engu sé líkara en skjáirnir séu bilaðir, því þeir eru auðir fyrir utan togarana tvo, sem báðir eru á landleið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×