Innlent

Ekki mælt með upphafskvóta

Skipin fóru síðar til mælinga vegna verkfalls skipsverja.fréttablaðið/pjetur
Skipin fóru síðar til mælinga vegna verkfalls skipsverja.fréttablaðið/pjetur
Lítið mældist af loðnu í leiðangri Hafrannsóknastofnunar sem lauk 10. desember. Var fjöldi ungloðnu svipaður og í lélegu árunum frá 2004 til 2009 og aðeins tíu prósent sem mældist haustið 2010. Ekki er unnt að mæla með upphafsaflamarki í loðnu fyrir haustið 2012 á grunni fyrirliggjandi gagna, að mati Hafró.

Í fyrrahaust voru ungloðnumælingarnar gerðar tveimur mánuðum fyrr. Þá var hluti ungloðnunnar á því svæði sem unnt var að kanna nú en langmest af loðnunni, bæði ungloðnu og eldri loðnu, var á grænlenska landgrunninu og norður með Austur-Grænlandi, eða á svæði sem ekki var unnt að kanna núna vegna íss. Ekki verður fullyrt hvort dreifing loðnunnar er með sama hætti og í fyrra, að sögn Hafró, en ef það er raunin var stærstur hluti loðnustofnsins utan rannsóknasvæðisins í ár. Reiknað er með að gerð verði tilraun til frekari ungloðnumælinga á nýju ári ef aðstæður leyfa.

Magn kynþroska loðnu var miklu minna en búast hefði mátt við eftir ungloðnumælingar haustið 2010. Hafró mun strax í byrjun nýs árs fara til mælinga á veiðistofni loðnu og að loknum þeim mælingum mun stofnunin leggja til aflamark fyrir yfirstandandi vertíð.- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×