Innlent

Jólagæsir á vappi í miðbænum

Þessar spöku gæsir gengu um eins og agaðir hermenn í miðbænum í dag.
Þessar spöku gæsir gengu um eins og agaðir hermenn í miðbænum í dag. Mynd/teitur albertsson
Á Þorláksmessu má alltaf sjá margt fólk arka um miðbæinn í von um að finna síðustu gjafirnar áður en klukkurnar hringja jólin inn. Verslunarmenn brosa margir af sömu kæti og börnin en aðrir virðast ramba um með langan tossalista í ótta um að ekki takist að strika yfir allt í tæka tíð.

Í Tryggvagötunni eftir hádegið í dag vappaði hins vegar tugur gæsa um pollrólega og virti fyrir sér mannlífið. Ætla má að gæsirnar viti að allir hafi nú þegar keypt jólamatinn. Þær þurfa því varla að óttast að verða jólagæs nokkurs.

Það var borgari sem rakst á gæsirnar í dag og stoppaði bifreið sín til að taka mynd, við litla hrifningu ökumanna sem keyrðu á eftir honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×