Innlent

Þyrlan sótti tvo menn eftir bílslys

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í dag tvo slasaða menn sem slösuðust eftir bílslys sem varð rétt við Jökulsárlón á Breiðamerkusambandi rétt fyrir hádegi í dag. Þyrlan fór í loftið klukkan 12:14 og hélt áleiðis til móts við sjúkrabíl sem kom á móti þyrlunni. Þyrlan lenti svo með mennina tvo á Landspítalanum í Fossvogi nú síðdegis. Ekki er vitað um líðan mannanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×