Innlent

Þrjú umferðarslys í morgun vegna hálkunnar í borginni

Mynd/Baldur
Sjúkraflutningamenn hafa þurft að fara í minnsta kosti þrjú útköll í morgun en í höfuðborginni er nú mjög mikil hálka. Bílvelta varð á Grensásvegi nú á tíunda tímanum og jeppa var ekið á staur við Ánanaust.

Þá varð umferðarslys í Ártúnsbrekkunni um klukkan níu í morgun. Loka þurfti akreininni um tíma vegna óhappsins. Að sögn slökkviliðs urðu sem betur aðeins minniháttar slys á fólki en ökumenn eru beðnir um að fara sérstaklega varlega á ferð sinni um borgina í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×