Innlent

Fleiri keyra eftir einn og fleiri

Samkvæmt könnun á viðhorfum íslenskra ökumanna fjölgar í hópi þeirra sem aka þrátt fyrir að hafa neytt áfengis.Fréttablaðið/Vilhelm
Samkvæmt könnun á viðhorfum íslenskra ökumanna fjölgar í hópi þeirra sem aka þrátt fyrir að hafa neytt áfengis.Fréttablaðið/Vilhelm
Nokkru fleiri ökumenn töldu það ásættanlegt á síðasta ári að aka eftir að hafa fengið sér neðan í því en árin áður.

Í könnun sem gerð var síðla árs 2010, og sagt er frá í nýútkominni ársskýrslu um framkvæmd umferðaröryggisáætlunar, kemur í ljós að 71% segist aldrei aka eftir einn áfengan drykk, en hlutfallið var 79% árið 2007. Þá segjast 86% aldrei aka eftir fleiri en einn drykk, en árið 2007 voru það 94%. Í skýrslunni segir að þessari þróun verði að snúa við. Það verði varla gert án sérstakra aðgerða.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×