Fjölmiðlar sem refsivöndur dómsvaldsins ekki gott samspil 23. desember 2011 10:42 Brynjar Níelsson. „Í fræðunum er til nokkuð sem heitir ólögmæltar refsilækkanir og hækkanir, og þetta gæti klárlega fallið undir það," segir Brynjar Níelsson, formaður lögmannafélags Íslands, um kröfu verjanda Baldurs Guðlaugssonar, sem heldur því fram í greingerð sinni til Hæstaréttar, að fjölmiðlaumfjöllun um mál Baldurs hafi verið svo óvægin að hún ætti að vera metin til refsilækkunar. Baldur var eins og kunnugt er dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik og var þeim dómi áfrýjað til Hæstaréttar eftir að hann féll í apríl á þessu ári. Fréttablaðið greinir svo frá því í dag að meðal þess sem Baldur byggir vörn sína á fyrir Hæstarétti sé fjölmiðlaumræðan sem hann hefur þolað og segir orðrétt í greinagerð verjanda hans að Baldur hafi „nú þegar orðið fyrir dæmalausum áföllum og ágangi á mannorð sitt og allt persónulegt starf og líf, en þar hefur fjölmiðlaumfjöllun spilað stórt hlutverk. Á ákærða hefur þannig, og frá því að málið fyrst komst í hámæli haustið 2008, verið gefið út hreint veiðileyfi af hálfu fjölmiðla, sem farið hafa hamförum í umfjöllun um hann, persónu hans og störf og ekki síst fyrirfram sakfellingu á meintu broti hans". Síðast þegar farið var fram á að umfjöllun fjölmiðla yrði metin til refsilækkunar var í dómsmáli gegn þingmanninum Árna Johnsen þegar hann var dæmdur fyrir þjófnað. Brynjar segir að ef það sé eitthvað íþyngjandi í kringum dómsmálið sjálft, þá sé heimilt að taka tillit til þess við uppkvaðningu refsingar. „Og það getur verið eitthvað annað en fjölmiðlaumfjöllun líka," segir Brynjar sem bætir við að rökstuðningur dómara í Hæstarétti á Íslandi sé oft óljós, því sé erfiðara að átta sig á ástæðunum fyrir refsilækkunum, séu þær fyrir hendi. Spurður hvort það myndi ekki setja fjölmiðla í sérkennilega stöðu ef þeir væru skyndilega orðnir hluti af refsingu dómskerfisins svarar Brynjar: „Það er náttúrulega ekki gott samspil. Það þarf að beita slíkum úrræðum mjög varlega." Tengdar fréttir Engin refsing jafníþyngjandi og ágangur fjölmiðla Fjölmiðlaumfjöllun um mál Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, hefur verið svo óvægin að engin refsing getur staðist samanburð við hana. Svo segir í greinargerð lögmanns hans, Karls Axelssonar, til Hæstaréttar. 23. desember 2011 06:00 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
„Í fræðunum er til nokkuð sem heitir ólögmæltar refsilækkanir og hækkanir, og þetta gæti klárlega fallið undir það," segir Brynjar Níelsson, formaður lögmannafélags Íslands, um kröfu verjanda Baldurs Guðlaugssonar, sem heldur því fram í greingerð sinni til Hæstaréttar, að fjölmiðlaumfjöllun um mál Baldurs hafi verið svo óvægin að hún ætti að vera metin til refsilækkunar. Baldur var eins og kunnugt er dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik og var þeim dómi áfrýjað til Hæstaréttar eftir að hann féll í apríl á þessu ári. Fréttablaðið greinir svo frá því í dag að meðal þess sem Baldur byggir vörn sína á fyrir Hæstarétti sé fjölmiðlaumræðan sem hann hefur þolað og segir orðrétt í greinagerð verjanda hans að Baldur hafi „nú þegar orðið fyrir dæmalausum áföllum og ágangi á mannorð sitt og allt persónulegt starf og líf, en þar hefur fjölmiðlaumfjöllun spilað stórt hlutverk. Á ákærða hefur þannig, og frá því að málið fyrst komst í hámæli haustið 2008, verið gefið út hreint veiðileyfi af hálfu fjölmiðla, sem farið hafa hamförum í umfjöllun um hann, persónu hans og störf og ekki síst fyrirfram sakfellingu á meintu broti hans". Síðast þegar farið var fram á að umfjöllun fjölmiðla yrði metin til refsilækkunar var í dómsmáli gegn þingmanninum Árna Johnsen þegar hann var dæmdur fyrir þjófnað. Brynjar segir að ef það sé eitthvað íþyngjandi í kringum dómsmálið sjálft, þá sé heimilt að taka tillit til þess við uppkvaðningu refsingar. „Og það getur verið eitthvað annað en fjölmiðlaumfjöllun líka," segir Brynjar sem bætir við að rökstuðningur dómara í Hæstarétti á Íslandi sé oft óljós, því sé erfiðara að átta sig á ástæðunum fyrir refsilækkunum, séu þær fyrir hendi. Spurður hvort það myndi ekki setja fjölmiðla í sérkennilega stöðu ef þeir væru skyndilega orðnir hluti af refsingu dómskerfisins svarar Brynjar: „Það er náttúrulega ekki gott samspil. Það þarf að beita slíkum úrræðum mjög varlega."
Tengdar fréttir Engin refsing jafníþyngjandi og ágangur fjölmiðla Fjölmiðlaumfjöllun um mál Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, hefur verið svo óvægin að engin refsing getur staðist samanburð við hana. Svo segir í greinargerð lögmanns hans, Karls Axelssonar, til Hæstaréttar. 23. desember 2011 06:00 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Engin refsing jafníþyngjandi og ágangur fjölmiðla Fjölmiðlaumfjöllun um mál Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, hefur verið svo óvægin að engin refsing getur staðist samanburð við hana. Svo segir í greinargerð lögmanns hans, Karls Axelssonar, til Hæstaréttar. 23. desember 2011 06:00