Fleiri fréttir

Margt um manninn í Kringlunni

Það var töluverð örtröð karlmanna í Kringlunni fyrir hádegi í dag. Þarna var í mörgum tilfellum um að ræða karlmenn sem áttu eftir að kaupa gjafir handa eiginkonunum. Innpökkunarborðið var umkringt sem aldrei fyrr. Það var mál verslunarmanna í Kringlunni að þetta væri eini dagur ársins sem fleiri karlmenn sóttu þangað en konur.

Helgistund í Vestmannaeyjum fellur niður

Helgistund sem átti að vera í kirkjugarðinum í Vestmannaeyjum klukkan tvö fellur niður vegna veðurs. Þessar upplýsingar hefur Vísir frá Guðmundi Erni Jónssyni presti í Vestmannaeyjum.

Vonast til að ná takmarkinu strax í janúar

„Miðað við þann gang sem hefur verið í söfnuninni ætti þetta að klárast í janúar,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson, sem vantar nú aðeins um fjórar milljónir af þeim fjörutíu sem hann hyggst nota til að verða sér úti um handaágræðslu í Lyon í Frakklandi.

Öllu flugi aflýst

Öllu flugi Flugfélags Íslands hefur verið aflýst í dag vegna vonskuveðurs. Tugir manna biðu á vellinum í morgun þegar fréttastofa leit þar við. Tilkynnt var í gær að ferðum Herjólfs í dag yrði aflýst, en búið var að gera ráðstafanir þannig að engin átti bókað far með ferjunni.

Kirkjugarðarnir opnir alla hátíðina

Starfsmenn kirkjugarða Reykjavíkur hafa verið að önnum kafnir við að ryðja snjó í morgun og sanda stíga en búist er við miklum fjölda fólks í garðana í dag sem vitjar leiða látinna vina og ættingja, venju samkvæmt.

Sjónvarpsfréttir klukkan tólf

Sjónvarpsfréttir Stöðvar 2 í dag, aðfangadag, verða klukkan tólf, eins og venja er á aðfangadag. Það verða svo aftur sjónvarpsfréttir annað kvöld klukkan hálfsjö. Fréttavakt verður á fréttavefnum Vísi alla jólahátíðina.

Björgunarsveitamenn standa vaktina

Björgunarsveitir á vegum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar munu standa vaktina yfir alla jólahátíðina, að sögn Gunnars Stefánssonar hjá Landsbjörg. Nokkuð var um að björgunarsveitamenn þyrftu að hjálpa fólki sem hafði fest bíla sína vegna ófærðar í nótt, meðal annars á Kirkjubæjarklaustri og á Snæfellsnesi en annars var nóttin róleg að sögn Gunnars.

Víða slæm færð í dag

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar vegfarendur við slæmri færð sökum vatns og krapa á stofnbrautum. Inni í íbúðarhverfunum er þæfingsfærð og í sumum tilfellum þungfært. Lögreglan biður því alla um að fara varlega og fara hægt yfir svo það megi komast hjá óhöppum og slysum.

Ellefu litlir hvolpar teknir með keisara

Ellefu hvolpum var hjálpað í heiminn í Dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti í gær. Þeir voru teknir með keisaraskurði sem tveir dýralæknar á spítalanum framkvæmdu. Allir voru þeir sprelllifandi og komnir á spena þegar tíkurnar tvær sem áttu þá voru útskrifaðar síðdegis. Í báðum tilvikum var um tíkur af ensku bolabítskyni að ræða.

Hugið að niðurföllum

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu beinir þeim tilmælum til fólks að það hugi vel að niðurföllum og moki frá þeim. Þetta á sérstaklega við um niðurföll á svölum og í kjöllurum. Ástæðan er sú að þegar snjóa leysir er alltaf hætta á að vatn leki inn með tilheyrandi skemmdum á íbúðum og innanstokksmunum.

140.000 manns kíkja í „heimsókn“ á viku

Fjarskiptafyrirtækið Míla hefur hlotið eftirsótt verðlaun fyrir vefmyndavél sína við Jökulsárlón. Fjórar milljónir manna „heimsækja“ Ísland á ári í gegnum veggátt Mílu. Frelsisstyttan í New York og Everest-fjall eru meðal vinningshafa.

Segja samræmi í launum hafa riðlast

Kjararáð hefur ákveðið að draga til baka lækkun á launum þingmanna, ráðherra og embættismanna sem heyra undir ráðið, sem ákveðin var árið 2008 og tók gildi 2009.

Í Árneshreppi eru allir með gervitré

„Héðan fara allir að minnsta kosti eina verslunarferð til Reykjavíkur,“ segir Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir, íbúi í Norðurfirði í Árneshreppi á Ströndum. Árneshreppur er ein einangraðasta sveit landsins, í það minnsta yfir vetrarmánuðina og það getur verið svolítið spennandi fyrir jólin. „Ef flugið klikkar núna rétt fyrir jólin þá fær fólk ekki rjóma og annan mjólkurmat um jólin,“ bætir hún við, en Edda, eins og hún er kölluð, sér um Kaupfélagið í Árneshreppi.

Engir vagnar aka á jóladag

Strætó mun skerða þjónustu yfir hátíðarnar. Ekið verður eins og á laugardegi til klukkan 14 í dag, þegar vagnarnir hætta akstri. Enginn akstur verður á jóladag og á annan í jólum verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun, að því er fram kemur á vef Reykjavíkurborgar. Akstur verður með hefðbundnum hætti milli jóla og nýárs.- bj

Gera fyrirvara um breytt skipulag Perlu

Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur undirritað viljayfirlýsingu við félag sem hefur hug á að festa kaup á Perlunni. OR skuldbindur sig til að eiga ekki viðræður við aðra á gildistíma yfirlýsingarinnar, en hún rennur út 31. mars 2012.

Allir sjómenn heima um jólin

Allir sjómenn á íslenska fiskiskipaflotanum verða heima um jólin. Síðustu skipin voru að tínast til hafnar seint í gær. Nokkur erlend flutninga- og fiskiskip voru innan íslenska leitar- og björgunarsvæðisins í gær.

Bilun í hýsingarkerfi Nýherja - ætti að lagast um miðnætti

Bilun, sem varð í hýsingarumhverfi Nýherja í dag, varð þess valdandi að starfsemi viðskiptavina var ekki með eðlilegum hætti. Meðal annars lágu vefir og bókunarkerfi Icelandair niðri. Þá hefur vefþjónusta Flugfélags Íslands, Sjúkratrygginga Íslands og fleiri viðskiptavina orðið fyrir truflunum.

Herjólfur siglir ekki á morgun

Ferðir Herjólfs milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar á morgun, aðfangadag, hafa verið felldar niður. Þetta er gert í samræmi við viðvörun Veðurstofu Íslands og þá veðurspá sem liggur fyrir. Gert er ráð fyrir stormi á landinu og því ekkert ferðaveður.

Stríð á Laugavegi

Kaupmenn á laugaveginum eru mjög ósáttir með lokun götunnar á stærsta verslunardegi ársins. Þeir segja borgina hafa eyðilagt þorláksmessu og ákváðu að taka völdin í sínar hendur.

Þrjátíu árekstrar í dag

Yfir þrjátíu árekstrar urðu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Tíu bílar voru fluttir á brott með kranabíl. Þá voru einnig tíu af þessum þrjátíu árekstrar á bílastæði. Samkvæmt upplýsingum frá árekstri.is voru engin slys á fólki.

Friðarganga á Laugavegi

Klukkan sex lagði hin árlega friðarganga af stað frá Hlemmi. Þetta er í þrítugasta og annað skipti sem gengið er niður á Ingólfstorg þar sem ræður verða fluttar auk þess sem Hamrahlíðarkórinn syngur nokkur lög.

Ofsaveður á aðfangadag

Flug- og skipfarþegar hafa flýtt ferðum sínum í dag vegna ofsaveðurs sem spáð er á morgun, aðfangadag. Þá gæti sjókoma komið í veg fyrir að einhverjir landsmenn komist í messu á morgun.

Jólagæsir á vappi í miðbænum

Á Þorláksmessu má alltaf sjá margt fólk arka um miðbæinn í von um að finna síðustu gjafirnar áður en klukkurnar hringja jólin inn. Verslunarmenn brosa margir af sömu kæti og börnin en aðrir virðast ramba um með langan tossalista í ótta um að ekki takist að strika yfir allt í tæka tíð.

Þyrlan sótti tvo menn eftir bílslys

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í dag tvo slasaða menn sem slösuðust eftir bílslys sem varð rétt við Jökulsárlón á Breiðamerkusambandi rétt fyrir hádegi í dag. Þyrlan fór í loftið klukkan 12:14 og hélt áleiðis til móts við sjúkrabíl sem kom á móti þyrlunni. Þyrlan lenti svo með mennina tvo á Landspítalanum í Fossvogi nú síðdegis. Ekki er vitað um líðan mannanna.

Segir harm íbúa Norður-Kóreu vera sviðsettann

Starfsmaður alþjóðlegra hjálparsamtaka í Norður-Kóreu greindi frá því í dag að hinn mikli harmur sem íbúar landsins hefðu lýst á dögunum eftir andlát Kim Jong-Il hafi eflaust verið sviðsettur. Allt frá því að tilkynning um andlát leiðtogans barst í tilfinningaþrungri sjónvarpsútsendingu hafa myndir borist af harmislegnum íbúum Norður-Kóreu.

Verslanir opnar til ellefu í kvöld

Þorláksmessa er nú gengin í garð og munu eflaust margir nýta hana til síðustu jólagjafainnkaupanna. Flestallar verslanir á landinu eru opnar til klukkan 23 í kvöld og má þar nefna Kringluna, Smáralind, Glerártorg á Akureyri og allar verslanir á Laugaveginum.

Þjóðin að rétta úr kútnum

Kaupmenn telja þjóðina vera að rétta úr kútnum og það skili sér í jólaversluninni í ár. Raftæki eru vinsæl fyrir jólin en sala á fötum er nokkuð minni en í fyrra.

Eldri borgarar vilja viðræður vegna ákvörðunar Kjararáðs

Landsamband eldri borgara óska eftir nýjum viðræðum við stjórnvöld í ljósi þess Kjararáð hefur ákveðið að draga til baka launalækkanir þeirra sem heyra undir Kjararáð, en það eru meðal annars þingmenn og ráðherrar. Laun þeirra lækkuðu um 7,5 til 15 prósent 1. janúar 2009.

Almannavarnir vara við óveðri á aðfangadag

Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra vill vekja athygli á tilkynningu frá Veðurstofu Íslands vegna slæmrar veðurspár fyrir allt land á aðfangadag jóla og einnig hárri sjávarstöðu næstu daga.

Dæmdur fyrir líkamsárás

Karlmaður var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára í Héraðsdómi Suðurlands í dag fyrir líkamsárás.

Ákvörðun um Vaðlaheiðargöng dregst

Formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga óttast að ákvörðun um gangagerðina frestist um einn mánuð enn hið minnsta og segir vont að halda verktökum áfram í óvissu. Tilboð í verkið voru opnuð þann 11. október í haust og áttu ÍAV og Marti lægsta boð upp á 8,9 milljarða króna, sem var 95% af kostnaðaráætlun.

BSRB vilja líka draga launalækkanir til baka

BSRB telur þá ákvörðun kjararáðs að draga til baka launalækkanir hjá ráðherrum, þingmönnum og embættismönnum einnig hljóta að vera fordæmisgefandi fyrir félagsmenn BSRB. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birtist á heimasíðu BSRB.

Lauk stúdentsprófinu komin á níræðisaldur

Guðrún Ísleifsdóttir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð í vikunni, 81 árs að aldri. Leiðir bókmenntaklúbb og stefnir á háskólanám í íslensku og bókmenntum. Segir að samskiptin við samnemendurna hafi gengið vel..

Dópaður með barn í bílnum

Karl á þrítugsaldri var stöðvaður við akstur á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld. Hann var undir áhrifum fíkniefna samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Fylgdist með syrgjandi foreldrum

Áfall og streita getur haft áhrif á þróun krabbameina samkvæmt nýrri rannsókn. Þá getur áfallið af krabbameinsgreiningu aukið hættu á hjarta og æðasjúkdómum.

Hverabrauð vekur eftirtekt

„Ég hef ekki lengur tölu á öllum þeim sem hafa komið á árinu, myndað og fengið að smakka,“ segir Bjarki Hilmarsson, matreiðslumaður á Hótel Geysi í Haukadal, sem hefur á árinu tekið á móti fjölda erlendra kvikmyndagerðarmanna komna til að mynda gerð hverabrauðs.

Fjölmiðlar sem refsivöndur dómsvaldsins ekki gott samspil

"Í fræðunum er til nokkuð sem heitir ólögmæltar refsilækkanir og hækkanir, og þetta gæti klárlega fallið undir það,“ segir Brynjar Níelsson, formaður lögmannafélags Íslands, um kröfu verjanda Baldurs Guðlaugssonar, sem heldur því fram í greingerð sinni til Hæstaréttar, að fjölmiðlaumfjöllun um mál Baldurs hafi verið svo óvægin að hún ætti að vera metin til refsilækkunar.

Tækjabúnaði stolið af Blátt áfram

„Það sem mér finnst óhugnanlegast er að lögreglan segir að þeir muni væntanlega koma hingað aftur,“ segir Sigríður Björnsdóttir, verkefnisstjóri samtakanna Blátt áfram, um innbrotsþjóf eða -þjófa sem létu greipar sópa um nýtt húsnæði samtakanna aðfaranótt þriðjudags.

Þrjú umferðarslys í morgun vegna hálkunnar í borginni

Sjúkraflutningamenn hafa þurft að fara í minnsta kosti þrjú útköll í morgun en í höfuðborginni er nú mjög mikil hálka. Bílvelta varð á Grensásvegi nú á tíunda tímanum og jeppa var ekið á staur við Ánanaust.

Sjá næstu 50 fréttir