Fleiri fréttir

Tuttugu þúsund eintök prentuð af þremur titlum

Velta vegna bókasölu eykst í ár eftir að hafa minnkað frá árinu 2007 og er annað stærsta útgáfuár sögunnar. Þrjár bækur hafa verið prentaðar í yfir tuttugu þúsund eintökum, þar af ein þýdd bók, sem er einstakt.

Strax orðinn "framúrskarandi leiðtogi“

Eftir aðeins fáeina daga í embætti hefur Kim Jong Un þegar verið útnefndur "hinn framúrskarandi leiðtogi" Raunar er talið að hinn ungi sonur Kim Jon Il sem tók við leiðtogaembættinu við lát föður síns á dögunum, muni deila völdunum með hópi háttsettra embættismanna og hershöfðingja.

Aðeins tveir togarar á sjó

Aðeins tveir togarar eru á sjó á Íslandsmiðum, en á góðum degi eru allt upp í 900 skip og bátar á sjó við landið. Sjómenn fara óvenju snemma í jólafrí um þessi jól, en það stafar af því að óveður er, eða slæm spá á flestum eða öllum miðum við landið. Starfsmenn á vaktstöð siglinga segja að engu sé líkara en skjáirnir séu bilaðir, því þeir eru auðir fyrir utan togarana tvo, sem báðir eru á landleið.

Varað við hálku í borginni

Töluvert snjóaði á Austurlandi í gærkvöldi og um tíma ráðlagði lögregla ökumönnum að vera ekki á ferð að nauðsynjalausu. Þar er sumstaðar þæfings færð. Undir morgun fór líka að snjóa suðvestanlands og er nú hálka á öllum helstu leiðum og á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla varar við hálku í umferðinni.

Eyddu sprengisýru fyrir Sorpu

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar barst nýlega beiðni frá Sorpu um eyðingu á pikrik-sýru, en ein af fimm flöskum undan efninu hafði gefið sig og sýran kristallast í efnakari frá rannsóknastofu. Þetta er í þriðja sinn á árinu sem sprengjusveitin eyðir slíku efni.

Átök í Álftamýri

Einn var fluttur á slysadeild Landsspítalans til aðhlynningar, eftir átök í heimahúsi við Álftamýri í Reykjavík í nótt. Hann var ekki alvarlega meiddur. Unglingur átti hlut að máli og voru barnaverndaryfirvöld kölluð til. Fíkniefni fundust á tveimur einstaklingum í borginni í nótt, tvö umferðaróhöpp urðu án þess að neinn meiddist og brotist var inn í atvinnuhúsnæði við Skútuvog og talsverðar skemmdir unnar.

Ekki mælt með upphafskvóta

Lítið mældist af loðnu í leiðangri Hafrannsóknastofnunar sem lauk 10. desember. Var fjöldi ungloðnu svipaður og í lélegu árunum frá 2004 til 2009 og aðeins tíu prósent sem mældist haustið 2010. Ekki er unnt að mæla með upphafsaflamarki í loðnu fyrir haustið 2012 á grunni fyrirliggjandi gagna, að mati Hafró.

Hnetusteikin nýtur sívaxandi vinsælda

Nýr hátíðarréttur hefur rutt sér til rúms meðal landsmanna, en það er svokölluð hnetusteik, sem unnin er úr margs konar grænmeti og auðvitað hnetum.

Engin refsing jafníþyngjandi og ágangur fjölmiðla

Fjölmiðlaumfjöllun um mál Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, hefur verið svo óvægin að engin refsing getur staðist samanburð við hana. Svo segir í greinargerð lögmanns hans, Karls Axelssonar, til Hæstaréttar.

Umdeildir skúrar aftur á lóðina

Til stendur að flytja þrjár færanlegar kennslustofur á skólalóð Vesturbæjarskóla til að þjóna sem skólastofur. Gert er ráð fyrir að skúrarnir verði færðir nú á milli jóla og nýárs. Þetta var ákveðið á síðasta fundi skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur.

"Þetta er eins og tifandi tímasprengja hérna“

Opinberir lífeyrissjóðir eru tifandi tímasprengja vegna mikils fjárhagsvanda sem við þeim blasir að mati hagfræðings. Útlit sé fyrir að tveir stærstu sjóðirnir tæmist innan fárra ára ef ekkert verður að gert.

Ákvörðun Kjararáðs sparar tíma fyrir önnur stéttarfélög

„Ég hef alltaf verið stuðningsmaður launahækkana," segir Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Hann segir að með því að draga launalækkanir alþingismanna og ráðherra til baka sé Kjararáð að spara stéttarfélögum og öðrum aðilum á almennum vinnumarkaði, miklu vinnu þegar sest verður að fundarborðunum í janúar.

Soberriders bjóða upp á andskötusúpu

Vélhjólasamtökin Soberriders munu bjóða upp á andskötusúpu fyrir framan Landsbankannn á Laugavegi á milli klukkan fjögur og niu á morgun. Eins og heitið á réttinum gefur til kynna er þarna um að ræða fiskisúpu sem er ekki unnin úr skötu. Friðþjófur Johnson, einn af Soberriders, segir að þetta sé í fjórða sinn sem þetta er gert á þorláksmessu. Súpan er ókeypis en frjálsum framlögum er safnað og renna þau alltaf til góðra málefna.

Launalækkanir ráðamanna afnumdar

Kjararáð ákvað í gær að draga til baka allar þær launalækkanir sem ráðist var í fyrst eftir bankahrunið. Ákvörðun ráðsins er tekin á grundvelli heimildar frá Alþingi. Samkvæmt ákvörðuninni um launalækkunina sem tekin var haustið 2008 var kjararáði gert að lækka laun alþingismanna og ráðherra um 5-15% og lækka í kjölfarið laun annarra sem undir ráðið heyra til samræmis. Nú hefur sú ákvörðun verið numin úr gildi og er sú ákvörðun afturvirk til 1. október síðastliðins.

Þurfa að greiða að fullu kostnað vegna fyrstu tæknifrjóvgunar

Barnlaus pör og einhleypar barnlausar konur munu greiða að fullu kostnað vegna fyrstu meðferðar við tæknifrjóvgun frá og með næstu áramótum. Þurfi fólk á fleiri meðferðum að halda greiða Sjúkratryggingar Íslands sem nemur 65% kostnaðar samkvæmt gjaldskrá stofnunarinnar fyrir aðra, þriðju og fjórðu meðferð.

Harður árekstur á Akureyri

Harður árekstur varð á gatnamótum Gránufélagsgötu og Glerárgötu á Akureyri um hálf átta leytið í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra er talið að ökumaður annars bílsins hafi ekki virt biðskyldu. Þrír voru í öðrum bílnum og einn í hinum. Einn kvartaði yfir eymslum og ætlaði að leita til læknis í fyrramálið en annar bíllinn er mikið skemmdur og þurfti að draga hann burt með kranabíl.

Meintir skotárásarmenn áfram í gæsluvarðhaldi

Tveir karlar hafa á grundvelli almannahagsmuna verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 19. janúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á skotárás í austurborginni föstudaginn 18. nóvember síðastliðnum.

Fundu 150 kannabisplöntur

Fíkniefni fundust við húsleit á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Mestmegnis voru þetta kannabisefni en á einum staðnum var um ræða kannabisræktun sem taldi 150 plöntur.

Hjálparsíminn og athvörf Rauða krossins opin yfir hátíðirnar

Einmana fólk sem sumt á engan að hringir mikið í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 yfir hátíðirnar. Svarað er í símann allan sólarhringinn, allan ársins hring en um eitthundrað vel þjálfaðir sjálfboðaliðar, margir í námi í félagsráðgjöf og sálfræði í Háskóla Íslands sjá um að vakta Hjálparsímann.

Borgarbúar hvattir til þess að huga að ruslinu um jólin

Um hátíðarnar fyllast sorpílát yfirleitt hjá flestum. Sorphirða Reykjavíkurborgar vill því ítreka að mikilvægt er að aðgengi að sorpílátum og sorpskýlum sé með besta móti svo sorphirðan geti gengið snurðulaust fyrir sig.

Langflestir borða hangikjöt á jóladag

Hangikjötsilmur verður ríkjandi á flestum heimilum landsmanna á jóladag, því samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar MMR ætla um 72% landsmanna að borða hangikjöt í aðalrétt þann daginn. Þetta er nánast sami fjöldi og sagðist ætla að borða hangikjöt á jóladag í fyrra. Um 7,8% ætla að borða hamborgarhrygg á jóladag og um 4% ætla að borða kalkúun. Íbúar á landsbyggðinni segjast frekar ætla að borða hangikjöt á jóladag en höfuðborgarbúar eða um 78% á móti 68%.

Söfnuðu 15 milljónum fyrir krabbameinssjúk börn

Hjónin Signý Gunnarsdóttir og Sveinn Benedikt Rögnvaldsson söfnuðu alls rúmum 15 milljónum í átakinu Hetjur fyrir hetjur - Meðan fæturnir bera mig. Söfnuninni lauk endanlega nú í desember.

Máttu vísa Vítisenglum úr landi

Íslenska ríkið var sýknað af kröfum tveggja norskra Vítisengla í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mennirnir höfðu stefnt ríkinu til þess að fá hnekkt ákvörðun Útlendingastofnunar, sem ráðuneyti dómsmála staðfesti síðar, um að þeim yrði vísað úr landi í byrjun síðasta árs. Annar þeirra sem vísað var úr landi er Leif Ivar Kristiansen, en hann er forsprakki Vítisenglanna í Noregi.

Kannar leiðir til þess að byggja útilaug við Sundhöll Reykjavíkur

Borgarráð ákvað á fundi sínum í morgun að kanna leiðir til að byggja útilaug fyrir almenning og aðstöðu fyrir heilsutengda ferðaþjónustu á auðri lóð við hlið Sundhallarinnar í Reykjavík. Þannig greinir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrú Samfylkingarinnar frá því að hugmyndin sé ekki ný en auð lóð er við hlið Sundhallarinnar og hefur verið sýnt fram á að hægt er að koma fyrir útilaug og annarri starfsemi þar þannig að vel fari.

Tveir vilja leigja Gæslunni þyrlu

Tilboð vegna tímabundinnar leigu á þyrlu til Landhelgisgæslunnar voru opnuð á mánudag. Gæslan þarf þyrlu á meðan TF-LÍF verður í skoðun í Noregi, en skoðunin mun standa til 10. mars.

Kópavogur styrkir Mæðrastyrksnefnd

Bæjarráð Kópavogs ákvað á fundi sínum í morgun að styrkja Mæðrastyrksnefnd Kópavogs um eina og hálfa milljón króna, en með því vill bærinn styðja við þá sem höllum fæti standa um jólin.

Búist við mikilli umferð við kirkjugarðana

Búast má við talsverðri umferð við kirkjugarða á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag. Lögreglan mun fylgjast sérstaklega með umferð við Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð og greiða fyrir umferð eins og hægt er.

Akstur Strætó um jól og áramót

Breytingar verða á akstri Strætó bs. um jól og áramót, eins og jafnan á stórhátíðum. Á Þorláksmessu, föstudaginn 23. desember, verður ekið samkvæmt hefðbundinni áætlun á virkum degi.

Mest sæði sent úr Grábotna

Lokadagur vertíðar sauðfjársæðingastöðva var í gær, að því er fram kemur á vef Landssambands sauðfjárbænda.

Segir fréttaskrif í beinni úr dómsal hafa spillt málinu

Verjandi Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, telur að fréttaflutningur af málinu úr dómsal hafi spillt fyrir því. Hann gagnrýnir héraðsdómara harðlega í greinargerð sem lögð hefur verið fyrir Hæstarétt.

Heimsóknir á söfn tvöfaldast

Heildarfjöldi safngesta hefur nærri því tvöfaldast frá árinu 1995. Samkvæmt tölum Hagstofunnar var áætluð aðsókn að söfnum og tengdri starfsemi á síðasta ári ríflega 1,6 milljón gesta en þeir voru 829 þúsund árið 1995.

Leiga þarf að hækka og ójafnvægi ríkir á markaði

Leiga þarf að vera þriðjungi hærri em markaðurinn vill borga til að standa undir ávöxtun fjárfesta sem myndu standa að leigufélagi. Kaupverð íbúða þarf líka að hækka til að jafnvægi náist við byggingarkostnað.

Rannsókn lýkur varla fyrir jól

Ólíklegt er að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu muni ljúka rannsókn sinni á máli þar sem átján ára stúlka hefur kært Egil Einarsson og unnustu hans fyrir nauðgun fyrir jól, að sögn Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innan við 20 mínútur á leiðinni

83 prósent þeirra sem koma sem gestir á Landspítalann eru tuttugu mínútur eða styttri tíma á leiðinni. Þetta eru niðurstöður ferðavenjukönnunar sem gerð var fyrir Nýja Landspítalann, opinbert hlutafélag um nýja byggingu við spítalann.

Sjá næstu 50 fréttir