Innlent

Margt um manninn í Kringlunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það var töluverð örtröð karlmanna í Kringlunni fyrir hádegi í dag. Þarna var í mörgum tilfellum um að ræða karlmenn sem áttu eftir að kaupa gjafir handa eiginkonunum. Innpökkunarborðið var umkringt sem aldrei fyrr. Það var mál verslunarmanna í Kringlunni að þetta væri eini dagur ársins sem fleiri karlmenn sóttu þangað en konur.

Þessi var búinn að kaupa jólatréð.mynd/ sigurjón.
Menn voru misjafnlega langt komnir í jólainnkaupunum. Sumir voru að kaupa síðustu gjafirnar, en aðrir voru rétt að klára að kaupa jólatréð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×