Innlent

Björgunarsveitamenn standa vaktina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgunarsveitir á vegum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar munu standa vaktina yfir alla jólahátíðina, að sögn Gunnars Stefánssonar hjá Landsbjörg. Nokkuð var um að björgunarsveitamenn þyrftu að hjálpa fólki sem hafði fest bíla sína vegna ófærðar í nótt, meðal annars á Kirkjubæjarklaustri og á Snæfellsnesi en annars var nóttin róleg að sögn Gunnars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×