Innlent

Kirkjugarðarnir opnir alla hátíðina

JMG skrifar
Starfsmenn kirkjugarða Reykjavíkur hafa verið að önnum kafnir við að ryðja snjó í morgun og sanda stíga en búist er við miklum fjölda fólks í garðana í dag sem vitjar leiða látinna vina og ættingja, venju samkvæmt.

Þorgeir Adamsson garðyrkjustjóri hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastdæma segir að kirkjugarðarnir í Reykjavík verði opnir fyrir gangandi vegfarendum allan sólarhringinn yfir jólin. Hann beinir því til fólks að fara varlega í hálkunni og erfitt er að fara akandi um svæðið.Starfsmenn í Fossvogskirkjugarði leiðbeina fólki um garðinn milli níu og þrjú í dag og verður garðurinn lokaður fyrir bílaumferða á sama tíma.

Lögreglan mun stjórna umferð við Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð um miðjan daginn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×